Innlent

Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Allir þrír sem greindust með Covid19 í gær voru í sóttkví.
Allir þrír sem greindust með Covid19 í gær voru í sóttkví. Vísir/Vilhelm

Þrír greindust með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þá greindist einn á landamærunum, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum sem fréttastofa hefur fengið frá almannavörnum.

Sex greindust með kórónuveiruna í fyrradag og af þeim var einn utan sóttkvíar.

Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum eru hátt í 200 manns í sóttkví og hátt í 130 manns í einagnrun. Þá eru 122 gestir nú á sóttkvíarhóteli.

Covid.is, upplýsingasíða almannavarna og landlæknis um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, er ekki uppfærð um helgar. Nánari upplýsingar um fjölda sýna, nýgengi og aðrar ítarlegar upplýsingar verða því aðgengilegar á vefnum klukkan ellefu á mánudaginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.