Tveir bólusettir greinst með breska afbrigðið á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2021 19:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir landsmenn þurfa að búa sig undir fjölgun tilfella. Vísir/vilhelm Tvö tilvik hafa komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar á Íslandi. Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru fimm voru utan sóttkvíar. Ekki er hægt að sjá tengsl milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust utan sóttkvíar og á upplýsingafundi dagsins kom fram að þetta væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. „Við þurfum að vera undir það búin að við fáum fjölgun á tilfellum því veiran er komin út í samfélagið og við vitum aldrei hversu mikil útbreiðslan er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví vegna þeirra fimm sem voru utan sóttkvíar. Ekki er þó vitað hvar þeir smituðust. Þórólfur segir að bólusetning gangi vel og útlit sé fyrir að framleiðendur muni auka sendingar til Íslands á næstunni. Í lok apríl verði komið bóluefni fyrir 80 þúsund manns miðað við fulla bólusetningu. „Það er mjög ánægjulegt og vonandi munu bólusetningar ganga hratt fyrir sig á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórólfur. Þá gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusetningar að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns. Nú hafa hins vegar tveir bólusettir einstaklingar greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við vitum ekki hvort bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í sig og borið með sér þó þeir veikist ekki alvarlega og þannig smitað aðra og við erum allavega með tvö dæmi þess núna að bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í nefkokið. Við vitum ekki nákvæmlega hver smithættan er en það er mikilvægt að vera á varðbergi,“ segir Þórólfur. Annar hinna bólusettu einstaklinga, sem fékk veiruna, sé einkennalaus en hinn með væg einkenni. Þetta sé áhyggjuefni og sýni mikilvægi þess að þeir sem komi til landsins með vottorð um bólusetningu séu skimaðir en frá og með morgundeginum verður það raunin. „Til þess að tryggja það að við séum ekki að fá veiruna hér inn með bólusettum einstaklingum,“ segir Þórólfur. Uppfært: Upphaflega kom fram í fréttinni að tveir bólusettir einstaklingar hafi flutt breska afbrigði veirunnar með sér til landsins. Hið rétta er að annar einstaklinganna sem um ræðir var erlendur ferðamaður sem kann að hafa smitast af fjölskyldu sinni annað hvort hér á landi eða á leiðinni til landsins. Hinn einstaklingurinn er Íslendingur sem smitaðist innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru fimm voru utan sóttkvíar. Ekki er hægt að sjá tengsl milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust utan sóttkvíar og á upplýsingafundi dagsins kom fram að þetta væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. „Við þurfum að vera undir það búin að við fáum fjölgun á tilfellum því veiran er komin út í samfélagið og við vitum aldrei hversu mikil útbreiðslan er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví vegna þeirra fimm sem voru utan sóttkvíar. Ekki er þó vitað hvar þeir smituðust. Þórólfur segir að bólusetning gangi vel og útlit sé fyrir að framleiðendur muni auka sendingar til Íslands á næstunni. Í lok apríl verði komið bóluefni fyrir 80 þúsund manns miðað við fulla bólusetningu. „Það er mjög ánægjulegt og vonandi munu bólusetningar ganga hratt fyrir sig á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórólfur. Þá gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusetningar að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns. Nú hafa hins vegar tveir bólusettir einstaklingar greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við vitum ekki hvort bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í sig og borið með sér þó þeir veikist ekki alvarlega og þannig smitað aðra og við erum allavega með tvö dæmi þess núna að bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í nefkokið. Við vitum ekki nákvæmlega hver smithættan er en það er mikilvægt að vera á varðbergi,“ segir Þórólfur. Annar hinna bólusettu einstaklinga, sem fékk veiruna, sé einkennalaus en hinn með væg einkenni. Þetta sé áhyggjuefni og sýni mikilvægi þess að þeir sem komi til landsins með vottorð um bólusetningu séu skimaðir en frá og með morgundeginum verður það raunin. „Til þess að tryggja það að við séum ekki að fá veiruna hér inn með bólusettum einstaklingum,“ segir Þórólfur. Uppfært: Upphaflega kom fram í fréttinni að tveir bólusettir einstaklingar hafi flutt breska afbrigði veirunnar með sér til landsins. Hið rétta er að annar einstaklinganna sem um ræðir var erlendur ferðamaður sem kann að hafa smitast af fjölskyldu sinni annað hvort hér á landi eða á leiðinni til landsins. Hinn einstaklingurinn er Íslendingur sem smitaðist innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira