Ætluðu að gera sex þætti en nú eru komnir 150 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2021 10:40 Sindri Sindrason hefur stýrt þættinum Heimsókn síðustu tíu ár. Brennslan „Þessi fyrsti þáttur verður númer 150, í tíundu þáttaröðinni,“ segir Sindri Sindrason sem fer aftur af stað með Heimsókn á Stöð 2 í kvöld. Sindri var gestur í Brennslunni og ræddi vinsældir þáttanna sem fara sífellt vaxandi. Það er mikið um falleg heimili hér á landi svo Sindri er aldrei í vandræðum með viðmælendur til að heimsækja. „Fólk er meira að koma með ábendingar en svo finnst mér bara ekkert mál að ef maður er úti að skokka eða eitthvað, ég banka bara upp á hjá fólki,“ viðurkennir Sindri. „Ég meina, hvað er það versta sem getur gerst? Fólk er bara pínu „flattered“ að manni finnist húsið þess fallegt.“ Vinnur tugi þátta í einu Sindri segir að það sé orðið miklu auðveldara í dag að fá fólk til að taka þátt í þessum sjónvarpsþáttum. Akkúrat núna er hann með þrjátíu þætti í vinnslu, mikið af fyrir og eftir breytingum. Því gæti verið eitthvað í að þær breytingar muni birtast á skjám landsmanna. „Þetta er ekkert voðalega erfitt núna, það eina leiðinlega við þessa seríu er að ég fer ekkert til útlanda,“ segir Sindri en heimsfaraldurinn takmarkaði tökustaði hans við Ísland í þetta skiptið. „Þetta verður rosalega flott sería og svolítið mikið af fyrir og eftir, penthouse íbúðir, risa einbýlishús og íbúðir sem eru teknar í gegn frá A til Ö.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr fyrstu þáttaröðinni. Gæti gengið að eilífu Sindri segir að fólk hafi alltaf áhuga á að sjá inn til annarra, sjálfur fer hann sjö sinnum á dag á fasteignavefinn á Vísi. Hann segir að Heimsókn sé ekki hönnunarþáttur, heldur þáttur um skemmtilegt fólk sem hefur áhuga á sínu heimili. „Þetta getur í raun gengið að eilífu. Nýtt fólk, ný heimili, mögulega nýr þáttastjórnandi en þetta er gaman. Heimilið segir alveg fullt um mann.“ Heimsókn fer af stað kl.19.10 í kvöld og fer þátturinn svo inn á Stöð 2+ efnisveituna. Sindri segir að í þætti kvöldsins sé kíkt til fagurkerans og ljósmyndarans Kára Sverris og til Ragnar Sigurðssonar innanhúsarkiteks. Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Sindra í heild sinni Brennslan Hús og heimili Heimsókn Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Sindri var gestur í Brennslunni og ræddi vinsældir þáttanna sem fara sífellt vaxandi. Það er mikið um falleg heimili hér á landi svo Sindri er aldrei í vandræðum með viðmælendur til að heimsækja. „Fólk er meira að koma með ábendingar en svo finnst mér bara ekkert mál að ef maður er úti að skokka eða eitthvað, ég banka bara upp á hjá fólki,“ viðurkennir Sindri. „Ég meina, hvað er það versta sem getur gerst? Fólk er bara pínu „flattered“ að manni finnist húsið þess fallegt.“ Vinnur tugi þátta í einu Sindri segir að það sé orðið miklu auðveldara í dag að fá fólk til að taka þátt í þessum sjónvarpsþáttum. Akkúrat núna er hann með þrjátíu þætti í vinnslu, mikið af fyrir og eftir breytingum. Því gæti verið eitthvað í að þær breytingar muni birtast á skjám landsmanna. „Þetta er ekkert voðalega erfitt núna, það eina leiðinlega við þessa seríu er að ég fer ekkert til útlanda,“ segir Sindri en heimsfaraldurinn takmarkaði tökustaði hans við Ísland í þetta skiptið. „Þetta verður rosalega flott sería og svolítið mikið af fyrir og eftir, penthouse íbúðir, risa einbýlishús og íbúðir sem eru teknar í gegn frá A til Ö.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr fyrstu þáttaröðinni. Gæti gengið að eilífu Sindri segir að fólk hafi alltaf áhuga á að sjá inn til annarra, sjálfur fer hann sjö sinnum á dag á fasteignavefinn á Vísi. Hann segir að Heimsókn sé ekki hönnunarþáttur, heldur þáttur um skemmtilegt fólk sem hefur áhuga á sínu heimili. „Þetta getur í raun gengið að eilífu. Nýtt fólk, ný heimili, mögulega nýr þáttastjórnandi en þetta er gaman. Heimilið segir alveg fullt um mann.“ Heimsókn fer af stað kl.19.10 í kvöld og fer þátturinn svo inn á Stöð 2+ efnisveituna. Sindri segir að í þætti kvöldsins sé kíkt til fagurkerans og ljósmyndarans Kára Sverris og til Ragnar Sigurðssonar innanhúsarkiteks. Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Sindra í heild sinni
Brennslan Hús og heimili Heimsókn Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira