Hleypa ekki fleiri bílum að gossvæðinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 19:30 Lögreglumenn vísa nú ökumönnum sem ætla sér að gossvæðinu frá við upphaf Grindavíkurvegar við Reykjanesbrautina. Vísir/Jóhann Lokað hefur verið fyrir bílaumferð að gossvæðinu í Geldingadölum. Mikil bílaröð myndaðist síðdegis og náði hún alla leiðina að afleggjaranum að Bláa lóninu á Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumenn sem eru staðsettir vestan við Stafholt og austan við Ísólfsskála eigi ekki möguleika á að komast inn á gossvæðið og fleiri ökutækjum verði ekki hleypt inn. Sigvaldi Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir við Vísi að hann geri fastlega ráð fyrir að gossvæðinu verði lokað aftur í kvöld líkt og gert hefur verið síðustu kvöld. Þá var lokað klukkan 22:00. Gera megi þá ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur í fyrramálið. Ágangurinn á svæðið síðdegis og í kvöld hafi verið svo mikill að engin bílastæði hafi verið laus og sumir ökumenn tekið upp á því að leggja á Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar hafi því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sumir hefðu gripið til þess ráðs að ganga frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi til að komast að gossvæðinu. Myndatökumaður Stöðvar 2 sem var við Bláa lónið um klukkan 19:00 í kvöld segir að tugir bíla hafi verið lagðir þar og fólk hafi gengið þaðan í átt að eldstöðinni. Sigvaldi segir að ekki hafi enn verið lokað fyrir umferð göngufólks en hann varar við því að mjög duglegur spotti sé frá þeim stað þar sem fólk leggur nú upp í göngu eftir að lokað var fyrir bílaumferð um svæðið og að upphafsstað gönguleiðarinnar að Geldingadölum. Fólk átti sig jafnvel ekki á að leiðin sé fleiri kílómetrar. Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í góðu veðri í dag. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, lýsti því við Vísis síðdegis að bílröð næði frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar að gosinu í Geldingadölum og út af fjallinu Þorbirni, hinum megin við Grindavík. Umferðarhnúturinn teppti leið Grindvíkinga sjálfra. Sagðist Bogi hafa þrýst á um að lokað yrði fyrir umferð á svæðið. Lögreglan tilkynnti skömmu fyrir klukkan 18:00 að lokað hefði verið fyrir umferð tímabundið og óvíst væri hvort opnað yrði aftur í dag. Sú tilkynning var uppfærð og skorið úr um að fleiri ökutækjum yrði ekki hleypt á svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumenn sem eru staðsettir vestan við Stafholt og austan við Ísólfsskála eigi ekki möguleika á að komast inn á gossvæðið og fleiri ökutækjum verði ekki hleypt inn. Sigvaldi Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir við Vísi að hann geri fastlega ráð fyrir að gossvæðinu verði lokað aftur í kvöld líkt og gert hefur verið síðustu kvöld. Þá var lokað klukkan 22:00. Gera megi þá ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur í fyrramálið. Ágangurinn á svæðið síðdegis og í kvöld hafi verið svo mikill að engin bílastæði hafi verið laus og sumir ökumenn tekið upp á því að leggja á Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar hafi því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sumir hefðu gripið til þess ráðs að ganga frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi til að komast að gossvæðinu. Myndatökumaður Stöðvar 2 sem var við Bláa lónið um klukkan 19:00 í kvöld segir að tugir bíla hafi verið lagðir þar og fólk hafi gengið þaðan í átt að eldstöðinni. Sigvaldi segir að ekki hafi enn verið lokað fyrir umferð göngufólks en hann varar við því að mjög duglegur spotti sé frá þeim stað þar sem fólk leggur nú upp í göngu eftir að lokað var fyrir bílaumferð um svæðið og að upphafsstað gönguleiðarinnar að Geldingadölum. Fólk átti sig jafnvel ekki á að leiðin sé fleiri kílómetrar. Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í góðu veðri í dag. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, lýsti því við Vísis síðdegis að bílröð næði frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar að gosinu í Geldingadölum og út af fjallinu Þorbirni, hinum megin við Grindavík. Umferðarhnúturinn teppti leið Grindvíkinga sjálfra. Sagðist Bogi hafa þrýst á um að lokað yrði fyrir umferð á svæðið. Lögreglan tilkynnti skömmu fyrir klukkan 18:00 að lokað hefði verið fyrir umferð tímabundið og óvíst væri hvort opnað yrði aftur í dag. Sú tilkynning var uppfærð og skorið úr um að fleiri ökutækjum yrði ekki hleypt á svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira