Innlent

Veðurblíða og fólk streymir á gosstöðvarnar

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Eldgosið í Geldingadölum er mikið sjónarspil.
Eldgosið í Geldingadölum er mikið sjónarspil. Vísir/Vilhelm

Töluverður fjöldi beið eftir því að geta gengið inn að gosstöðvum í Geldingardölum þegar lögregla opnaði svæðið fyrir almennri umferð klukkan níu í morgun. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fólk hafa verið þolinmótt.

Þó nokkur slys hafa orðið á gönguleiðinni frá því eldgosið hófst og er þá helst um öklameiðsl eða meiðsli eftir að fólk hafi dottið. Hjálmar hvetur þá sem ætla að ganga að eldgosinu að búa til vel til útvistar. Það sé lykilatriði.

Tekin hefur verið ákvörðun um það að hafa svæðið við gosstöðvarnar opnar á milli níu á morgunanna og til miðnættis á kvöldin. Þó verður umferð inn á svæðið um Suðurlandsveg stöðvuð klukkan níu á kvöldin. Þannig verður það næstu daga en er þó breytingum háð til dæmis ef veður er óhagstætt.

Það er svo spáð léttskýjuðu veðri í öllum landshlutum í dag og þá ætti sólin að vera nægilega hátt á lofti til þess að veita nokkurn yl. Hiti yfir daginn verður væntanlega á bilinu tvö til sex stig. Það verður því fremur gott veður í dag.


Tengdar fréttir

Nokkuð um hálkuslys á gosstöðvunum

Stefnt er að því að gönguleiðirnar að gosstöðvunum í Geldingadölum verði opnaðar klukkan níu en þeim var lokað klukkan níu í gærkvöldi.

„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“

Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×