Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:30 Alma Möller, landlæknir, segist efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí. Vísir/Vilhelm Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. „Ég tel að við eigum áfram að viðhafa ítrustu varkárni á landamærunum og það sé kannski ekki tímabært að opna þau,“ sagði Alma Möller, landlæknir í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alma er ekki sú fyrsta sem lýst hefur yfir áhyggjum vegna litakóðunarkerfisins. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lýsti yfir áhyggjum vegna þess fyrir um tíu dögum síðan. Hann sagði til að mynda mismunandi svæði innan sama lands geta verið merkt mismunandi lit og erfitt gæti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Hún segir nauðsynlegt að við lærum af reynslunni og hún sýni að góð staða á landamærum sé forsenda þess að staðan innanlands sé góð. „Þetta er búið að vera mikið lærdómsferli, allt í kring um landamærin og auðvitað koma upp glufur og við reynum að bæta þær. Núna eru það börn. Þau hafa ekki verið skimuð en það breytist frá og með fimmtudeginum,“ segir Alma. Ekki nógu margir bólusettir hér Hún segist þeirrar skoðunar að gera eigi allt sem hægt sé til að lágmarka áhættu á að hingað til lands berist smit. Faraldurinn sé í mikilli siglingu víða erlendis og afbrigðin sem gangi nú um breyti stöðunni. „Síðast en ekki síst þá erum við ekki með nægilega stóran hóp bólusettan hér. Vissulega erum við búin að bólusetja þá elstu en með þetta breska afbrigði þá er fólk á öllum aldri að smitast,“ segir Alma. „Fólk hefur verið að brjóta sóttkví“ Víða hafa komið upp áhyggjuraddir undanfarið vegna gruns um að ferðamenn sem koma hingað til lands fari ekki í sóttkví eins og reglur segja til um. Áhyggjur hafa meðal annars verið uppi um að ferðamenn sem lendi á Keflavíkurflugvelli fari beint að gosstöðvunum í Geldingadölum. „Það er fólk sem hefur verið að brjóta sóttkví. Það er tekið á því með því að taka í notkun þessi sóttkvíarhús, og síðan eru það vottorðin. Við vitum að bóluefnin vernda gegn sjúkdómi en við vitum ekki hvort fólk geti áfram borið smit og líka hvort það geti smitast af nýjum afbrigðum þannig að það er spurning með bólusetningarvottorðin,“ segir Alma. Hefur efasemdir um litakóðunarkerfið eins og staðan er núna Litakóðunarkerfið sem tekið verður í gildi 1. maí virkar þannig að misstrangar reglur verða í gildi um komufarþega eftir því hver staðan á faraldrinum er í landinu sem þeir koma frá. Munu farþegar frá löndum þar sem smit eru fá því geta sloppið við sóttkví. Alma segist hafa efasemdir um kerfið eins og staðan er núna. Það gæti þó virkað vel síðar meir þegar búið er að tryggja útbreiddara ónæmi gegn veirunni hér á landi og faraldurinn farinn að dvína. „Ég held að það kunni að vera of snemmt að hætta að skima og ég held að það verði erfitt að kóða sum lönd utan Evrópu þar sem er minna skimað og minna um upplýsingar,“ segir Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegum er bara blandað saman“ Íslendingur sem ferðaðist hingað til lands frá Kaupmannahöfn um helgina segir farir sínar ekki sléttar eftir flug með Icelandair frá til Keflavíkur nú um helgina. Vélin kom til Kaupmannahafnar hálffull af farþegum frá Stokkhólmi. 28. mars 2021 16:24 Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. 28. mars 2021 12:26 Segir litakóðakerfið klaufaleg mistök Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst illa á áætlanir stjórnvalda um að taka upp litakóðakerfi á landamærunum. 19. mars 2021 18:30 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Ég tel að við eigum áfram að viðhafa ítrustu varkárni á landamærunum og það sé kannski ekki tímabært að opna þau,“ sagði Alma Möller, landlæknir í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alma er ekki sú fyrsta sem lýst hefur yfir áhyggjum vegna litakóðunarkerfisins. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lýsti yfir áhyggjum vegna þess fyrir um tíu dögum síðan. Hann sagði til að mynda mismunandi svæði innan sama lands geta verið merkt mismunandi lit og erfitt gæti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Hún segir nauðsynlegt að við lærum af reynslunni og hún sýni að góð staða á landamærum sé forsenda þess að staðan innanlands sé góð. „Þetta er búið að vera mikið lærdómsferli, allt í kring um landamærin og auðvitað koma upp glufur og við reynum að bæta þær. Núna eru það börn. Þau hafa ekki verið skimuð en það breytist frá og með fimmtudeginum,“ segir Alma. Ekki nógu margir bólusettir hér Hún segist þeirrar skoðunar að gera eigi allt sem hægt sé til að lágmarka áhættu á að hingað til lands berist smit. Faraldurinn sé í mikilli siglingu víða erlendis og afbrigðin sem gangi nú um breyti stöðunni. „Síðast en ekki síst þá erum við ekki með nægilega stóran hóp bólusettan hér. Vissulega erum við búin að bólusetja þá elstu en með þetta breska afbrigði þá er fólk á öllum aldri að smitast,“ segir Alma. „Fólk hefur verið að brjóta sóttkví“ Víða hafa komið upp áhyggjuraddir undanfarið vegna gruns um að ferðamenn sem koma hingað til lands fari ekki í sóttkví eins og reglur segja til um. Áhyggjur hafa meðal annars verið uppi um að ferðamenn sem lendi á Keflavíkurflugvelli fari beint að gosstöðvunum í Geldingadölum. „Það er fólk sem hefur verið að brjóta sóttkví. Það er tekið á því með því að taka í notkun þessi sóttkvíarhús, og síðan eru það vottorðin. Við vitum að bóluefnin vernda gegn sjúkdómi en við vitum ekki hvort fólk geti áfram borið smit og líka hvort það geti smitast af nýjum afbrigðum þannig að það er spurning með bólusetningarvottorðin,“ segir Alma. Hefur efasemdir um litakóðunarkerfið eins og staðan er núna Litakóðunarkerfið sem tekið verður í gildi 1. maí virkar þannig að misstrangar reglur verða í gildi um komufarþega eftir því hver staðan á faraldrinum er í landinu sem þeir koma frá. Munu farþegar frá löndum þar sem smit eru fá því geta sloppið við sóttkví. Alma segist hafa efasemdir um kerfið eins og staðan er núna. Það gæti þó virkað vel síðar meir þegar búið er að tryggja útbreiddara ónæmi gegn veirunni hér á landi og faraldurinn farinn að dvína. „Ég held að það kunni að vera of snemmt að hætta að skima og ég held að það verði erfitt að kóða sum lönd utan Evrópu þar sem er minna skimað og minna um upplýsingar,“ segir Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegum er bara blandað saman“ Íslendingur sem ferðaðist hingað til lands frá Kaupmannahöfn um helgina segir farir sínar ekki sléttar eftir flug með Icelandair frá til Keflavíkur nú um helgina. Vélin kom til Kaupmannahafnar hálffull af farþegum frá Stokkhólmi. 28. mars 2021 16:24 Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. 28. mars 2021 12:26 Segir litakóðakerfið klaufaleg mistök Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst illa á áætlanir stjórnvalda um að taka upp litakóðakerfi á landamærunum. 19. mars 2021 18:30 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Farþegum er bara blandað saman“ Íslendingur sem ferðaðist hingað til lands frá Kaupmannahöfn um helgina segir farir sínar ekki sléttar eftir flug með Icelandair frá til Keflavíkur nú um helgina. Vélin kom til Kaupmannahafnar hálffull af farþegum frá Stokkhólmi. 28. mars 2021 16:24
Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. 28. mars 2021 12:26
Segir litakóðakerfið klaufaleg mistök Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst illa á áætlanir stjórnvalda um að taka upp litakóðakerfi á landamærunum. 19. mars 2021 18:30