Fótbolti

Á­horf­endur á einum af undan­úr­slita­leikjunum í enska bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þetta eru þó ekki áhorfendurnir sem fá að mæta, vonandi, á völlinn í næsta mánuði.
Þetta eru þó ekki áhorfendurnir sem fá að mæta, vonandi, á völlinn í næsta mánuði. Julian Finney/Getty

Samkvæmt menningarmálaráðherra Bretlands, Oliver Dowden, verða áhorfendur á einum af undanúrslitaleikjum enska bikarsins í miðjum apríl.

Þann 17. og 18. apríl fara fram undanúrslitaleikirnir í enska bikarnum þar sem Leicester og Southampton mætast annars vegar og hins vegar Chelsea og Manchester City.

Nú er það á dagskránni að það verði áhorfendur á þessum leikjum, að sögn menningarmálaráðherra.

„Við viljum fá svo marga áhorfendur og hægt er á öruggan hátt,“ sagði hann án þess að nefna neina tölu.

BBC segir hins vegar frá því að reiknað er með fjögur þúsund manns á leikina, sem og úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum.

Það hefur heldur ekki verið staðfest hvort að leikur Leiceser og Southampton eða Man. City og Chelsea verði fyrir valinu.

Vonast er svo til að úrslitaleikurinn, sem fer fram um miðjan maí, fái að hýsa tuttugu þúsund áhorfendur enda mikið í húfi fyrir England.

Nokkrir leikir á EM móti sumarsins fara nefnilega fram á Wembley, þar á meðal undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.