Innlent

Einn slasaður við gos­­stöðvarnar eftir að hafa orðið fyrir fjór­hjóli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjöldi fólks á göngu var í Geldingadölum seint í gærkvöldi.
Fjöldi fólks á göngu var í Geldingadölum seint í gærkvöldi. Vísir/JóiK

Einn slasaðist við gosstöðvar í Geldingadölum í kvöld. Sjúkrabíll er á staðnum til að taka á móti manninum sem varð fyrir fjórhjóli.

Sigurður Bergmann, vettvangsstjóri á svæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður. Fólk á einkabifreið sé nú að keyra hann niður að Suðurstrandavegi þar sem sjúkrabíll bíður hans.

Tildrög slyssins eru óljós að sögn Sigurðar en maðurinn verður að öllum líkindum færður á slysamóttöku í Reykjanesbæ þar sem áverkar hans eru ekki taldir alvarlegir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×