Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. mars 2021 15:16 Davíð hughreystir fyrirliða sinn, Jón Dag Þorsteinsson, eftir leikinn gegn Dönum í dag. vísir/Getty Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. „Svekktur með tap. Stoltur af strákunum hvernig við héldum áfram. Stoltur af því hvað við lögðum í þetta. Við áttum að skora mark og opna leikinn enn betur. Mjög svekktur en flott hvernig við vinnum okkur inn í leikinn,“ sagði Davíð í viðtali við RÚV í leikslok. Danir skoruðu tvö mörk á fyrstu 20 mínútu leiksins. Hvernig upplifði Davíð þessi mörk? „Þeir ná að spila á milli okkar. Þeir eru góðir í þessari stöðu og við vissum það fyrir leik. Seinna markið er úr föstu leikatriði og það er þriðji bolti sem dettur fyrir þá. Það gerist en við eigum að gera betur,“ sagði Davíð. Hann var ánægður með hvernig liðið brást við því að lenda tveimur mörkum undir svo snemma „Skipulagið var gott og við erum með gott lið. Við vorum einbeittir og það voru nokkur atriði sem við ætluðum að laga. Við gerðum það og þegar leið á leikinn fengum við momentin sem við stefndum á að fá. Við héldum alltaf áfram,“ sagði Davíð. Ljóst er að Ísland þarf á kraftaverki að halda til að komast upp úr riðlinum eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum en liðið á þó eftir að leika einn leik til viðbótar þar sem þeir mæta Frökkum. „Þetta er landsleikur og við erum stoltir af því að spila landsleik. Við erum hér á stóru sviði og við ætlum að nýta hverja einustu mínútu 100% til að þróa okkar leik svo það er bara áfram með þetta,“ sagði Davíð Snorri ákveðinn. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira
„Svekktur með tap. Stoltur af strákunum hvernig við héldum áfram. Stoltur af því hvað við lögðum í þetta. Við áttum að skora mark og opna leikinn enn betur. Mjög svekktur en flott hvernig við vinnum okkur inn í leikinn,“ sagði Davíð í viðtali við RÚV í leikslok. Danir skoruðu tvö mörk á fyrstu 20 mínútu leiksins. Hvernig upplifði Davíð þessi mörk? „Þeir ná að spila á milli okkar. Þeir eru góðir í þessari stöðu og við vissum það fyrir leik. Seinna markið er úr föstu leikatriði og það er þriðji bolti sem dettur fyrir þá. Það gerist en við eigum að gera betur,“ sagði Davíð. Hann var ánægður með hvernig liðið brást við því að lenda tveimur mörkum undir svo snemma „Skipulagið var gott og við erum með gott lið. Við vorum einbeittir og það voru nokkur atriði sem við ætluðum að laga. Við gerðum það og þegar leið á leikinn fengum við momentin sem við stefndum á að fá. Við héldum alltaf áfram,“ sagði Davíð. Ljóst er að Ísland þarf á kraftaverki að halda til að komast upp úr riðlinum eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum en liðið á þó eftir að leika einn leik til viðbótar þar sem þeir mæta Frökkum. „Þetta er landsleikur og við erum stoltir af því að spila landsleik. Við erum hér á stóru sviði og við ætlum að nýta hverja einustu mínútu 100% til að þróa okkar leik svo það er bara áfram með þetta,“ sagði Davíð Snorri ákveðinn.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira