„Við munum lenda í vandræðum á eftir“ Sylvía Hall skrifar 28. mars 2021 13:33 Áhugi landsmanna á eldgosinu er mikill og hafa því iðulega langar bílaraðir myndast á Suðurstrandarvegi þar sem margir þurfa að leggja. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur ákveðið að nýta daginn í að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum, enda veðrið fínt á svæðinu þrátt fyrir snjó og smá frost. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir ný bílastæði nærri gönguleiðinni hafa nýst vel í morgun. „Það er svolítið mikið af fólki eins og staðan er, enda veðrið gott,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir ágætis færi þó fólk þurfi að fara varlega vegna hálku. Frá því að gosið hófst hefur mikill áhugi landsmanna leitt til þess að langar bílaraðir hafa myndast meðfram Suðurstrandarveginum, enda ekki mikil um bílastæði á þeim slóðum. Tilbúna bílastæðið sem hefur verið tekið í notkun er þó búið að nýtast vel það sem af er degi. „Við erum búin að setja í bílastæði sennilega fimm hundruð bíla plús, ég er ekki með þá tölu. Við erum ekki byrjuð að leggja á veginum.“ Hann býst þó við því að það styttist í að fólki þurfi að leggja meðfram veginum, enda fyllist stæðin fljótt og fólk taki sinn tíma í gönguna. „Það fer að fyllast. Við munum lenda í vandræðum á eftir. Fyrstu hóparnir mættu um hálf tíu í morgun og ég hugsa að fólk sé í fjóra, fimm tíma í þessu.“ Uppfært klukkan 13:58: Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka Suðurstrandarvegi tímabundið vegna fjölda bifreiða á staðnum. Bílastæði á svæðinu eru full og mun lögregla stýra umferð þannig að hleypt verður í stæði eftir því sem losnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Það er svolítið mikið af fólki eins og staðan er, enda veðrið gott,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir ágætis færi þó fólk þurfi að fara varlega vegna hálku. Frá því að gosið hófst hefur mikill áhugi landsmanna leitt til þess að langar bílaraðir hafa myndast meðfram Suðurstrandarveginum, enda ekki mikil um bílastæði á þeim slóðum. Tilbúna bílastæðið sem hefur verið tekið í notkun er þó búið að nýtast vel það sem af er degi. „Við erum búin að setja í bílastæði sennilega fimm hundruð bíla plús, ég er ekki með þá tölu. Við erum ekki byrjuð að leggja á veginum.“ Hann býst þó við því að það styttist í að fólki þurfi að leggja meðfram veginum, enda fyllist stæðin fljótt og fólk taki sinn tíma í gönguna. „Það fer að fyllast. Við munum lenda í vandræðum á eftir. Fyrstu hóparnir mættu um hálf tíu í morgun og ég hugsa að fólk sé í fjóra, fimm tíma í þessu.“ Uppfært klukkan 13:58: Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka Suðurstrandarvegi tímabundið vegna fjölda bifreiða á staðnum. Bílastæði á svæðinu eru full og mun lögregla stýra umferð þannig að hleypt verður í stæði eftir því sem losnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21
Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27. mars 2021 12:30