Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sylvía Hall skrifar
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími vísir

Búið er að opna fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu í Geldingadölum og hefur bílastæðum verið fjölgað á svæðinu. Hraun hefur nú þakið botn dalsins og virðist ekkert lát á gosinu.

Fjallað verður um gossvæðið og aðgengi að því í dag í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af einn utan sóttkvíar. 25 starfsmenn Laugarnesskóla voru á meðal þeirra sem fóru í sýnatöku í gær og fengu þeir allir neikvæða niðurstöðu. 

Staðan á kórónuveirufaraldrinum verður tekin í hádegisfréttum, rætt við aðstoðarskólastjóra Laugarnesskóla og Kára Stefánsson sem telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×