Innlent

Þriggja til sjö milljón rúmmetra hraun hefur þakið botn Geldingadala

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi Eldgos í Geldingadölum
Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi Eldgos í Geldingadölum Vilhelm Gunnarsson

Níu dagar eru frá því að gos hóst í Geldingadölum. Ekkert lát virðist á gosinu og ef eitthvað er bætir í.

Þetta kemur fram í færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sem hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. 

Hraun hefur nú þakið botna Geldingadala og er heildarrúmmál þess á bilinu þrír til sjö milljón rúmmetrar. Gígarnir eru nú orðnir tveir og nefnir hópurinn þá Norðra og Suðra til auðkenningar.

„Síðastliðna nótt virðist hraunstreymið hafa verið stöðugt og til norðurs úr Norðra. Eftir það fellur flæðið í stórum og breiðum sveig, fyrst til vesturs og síðan til suðurs yfir í syðsta Geldingadalinn (meðfram gönguleiðinni),“ segir í tilkynningu frá hópnum.

„Jafnframt er það ljóst að þessi taumur sendir líka hraunkviku inn í hraunbunkann sem er í norðurhluta Geldingadala (s.br. glæður á stöku stað í hrauninu) og mjakar honum áfram til norðurs með því að lyfta yfirborðinu jafnt og þétt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×