Smyglaði fimm kílóum af hassi í jólapökkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 19:11 Konan var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fíkniefni í farangri sínum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karl og konu í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning til landsins í desember síðastliðnum. Karlinn hlaut tveggja ára dóm en konan átján mánuði. Fólkið er frá Spáni og var ákært fyrir að hafa staðið að innflutningi á samtals tæpum fimm kílóum af hassi, rúmlega fimm þúsund stykkjum af MDMA og 100 stykkjum af LSD þann 19. desember síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Bæði neituðu sök. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa ásamt kærustu sinni staðið að innflutningi á 255,84 grömmum af metamfetamíni til Íslands daginn eftir, 20. desember. Konan flutti þau með flugi frá Kaupmannahöfn, falin innvortis og í dömubindi. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt komuna, bókaði flugið, greitt flugmiðana, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu. Hann játaði sök. Mál kærustunnar var að endingu skilið frá máli hinnar tveggja. Hún hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að innflutningnum fyrr í þessum mánuði. Sagði vin sinn hafa skipt um ferðatösku við sig Rakið er í dómi að tollverðir hafi stöðvað fyrri konuna á Keflavíkurflugvelli. Í farangri hennar hafi fundist tveir jólapakkar með hassi í. Þá hafi MDMA og LSD fundist í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar voru inni í úlpu í tösku hennar. Konan lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað með vinkonu sinni og vini til Íslands en hún á endanum farið hingað ein. Vinurinn hefði hins vegar komið til hennar á hótel í Amsterdam morguninn áður en hún átti að fara og skipt um ferðatösku við hana. Hún kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefnin væru í töskunni og þá hefði hún ekki verið neydd til Íslands. Aðrir skipulagt og fjármagnað innflutninginn Maðurinn kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir konuna og þvertók fyrir að hafa vitað að hún væri að flytja inn fíkniefni. Hann kvaðst raunar ekki þekkja hana. Dómurinn mat það svo að lýsing konunnar á aðdraganda ferðar konunnar til Íslands væri með „ólíkindablæ“. Telja yrði yfirgnæfandi líkur á því að hún hafi vitað hver tilgangur ferðar hennar hafi verið. Auk þess hefðu fíkniefni fundist í farangri hennar og þannig teldist sannað að hún hefði flutt þau inn. Þá taldi dómurinn ótrúverðugt að maðurinn hefði ekki vitað hver tilgangur ferðar konunnar væri þegar hann keypti fyrir hana farmiða. Jafnframt bentu gögn málsins til þess að konan hefði komið hingað sem burðardýr en ekki komið að skipulaginu. Hins vegar virtist aðkoma mannsins hafa falist í aðstoð við innflutninginn en aðrir skipulagt og fjármagnað hann. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og konan átján mánaða fangelsi. Rúmlega tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist sem þau sættu kom til frádráttar refsingunni. Þá var þeim gert hvoru um sig að greiða rúmar tvær milljónir í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, auk samtals um 800 þúsund krónur í sakarkostnað Lyf Dómsmál Smygl Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Fólkið er frá Spáni og var ákært fyrir að hafa staðið að innflutningi á samtals tæpum fimm kílóum af hassi, rúmlega fimm þúsund stykkjum af MDMA og 100 stykkjum af LSD þann 19. desember síðastliðinn. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Bæði neituðu sök. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa ásamt kærustu sinni staðið að innflutningi á 255,84 grömmum af metamfetamíni til Íslands daginn eftir, 20. desember. Konan flutti þau með flugi frá Kaupmannahöfn, falin innvortis og í dömubindi. Manninum var gefið að sök að hafa skipulagt komuna, bókaði flugið, greitt flugmiðana, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu. Hann játaði sök. Mál kærustunnar var að endingu skilið frá máli hinnar tveggja. Hún hlaut sex mánaða dóm fyrir aðild sína að innflutningnum fyrr í þessum mánuði. Sagði vin sinn hafa skipt um ferðatösku við sig Rakið er í dómi að tollverðir hafi stöðvað fyrri konuna á Keflavíkurflugvelli. Í farangri hennar hafi fundist tveir jólapakkar með hassi í. Þá hafi MDMA og LSD fundist í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar voru inni í úlpu í tösku hennar. Konan lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hefði ætlað með vinkonu sinni og vini til Íslands en hún á endanum farið hingað ein. Vinurinn hefði hins vegar komið til hennar á hótel í Amsterdam morguninn áður en hún átti að fara og skipt um ferðatösku við hana. Hún kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefnin væru í töskunni og þá hefði hún ekki verið neydd til Íslands. Aðrir skipulagt og fjármagnað innflutninginn Maðurinn kvaðst aðeins hafa keypt farmiðann fyrir konuna og þvertók fyrir að hafa vitað að hún væri að flytja inn fíkniefni. Hann kvaðst raunar ekki þekkja hana. Dómurinn mat það svo að lýsing konunnar á aðdraganda ferðar konunnar til Íslands væri með „ólíkindablæ“. Telja yrði yfirgnæfandi líkur á því að hún hafi vitað hver tilgangur ferðar hennar hafi verið. Auk þess hefðu fíkniefni fundist í farangri hennar og þannig teldist sannað að hún hefði flutt þau inn. Þá taldi dómurinn ótrúverðugt að maðurinn hefði ekki vitað hver tilgangur ferðar konunnar væri þegar hann keypti fyrir hana farmiða. Jafnframt bentu gögn málsins til þess að konan hefði komið hingað sem burðardýr en ekki komið að skipulaginu. Hins vegar virtist aðkoma mannsins hafa falist í aðstoð við innflutninginn en aðrir skipulagt og fjármagnað hann. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og konan átján mánaða fangelsi. Rúmlega tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist sem þau sættu kom til frádráttar refsingunni. Þá var þeim gert hvoru um sig að greiða rúmar tvær milljónir í málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, auk samtals um 800 þúsund krónur í sakarkostnað
Lyf Dómsmál Smygl Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent