Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. mars 2021 20:00 Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis. Vísir/Friðrik Þór Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. Kórónuveirumit hafa nú komið upp í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu nú síðast í Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem 400 nemendur eru í sóttkví. Öll smitin tengjast klasasmiti sem kom upp í Laugarnesskóla fyrir nokkrum dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af því að smit sé farið að breiðast út í samfélaginu eftir að einn þeirra sem sem greindist smitaður í gær tengist ekki klasasmitinu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir.Vísir/Arnar „Hann var bara úti í bæ þannig að við getum ekki tengt þetta smit við þetta stóra smit sem tengist grunnskólum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórólfur. Þórólfur hefur enn fremur áhyggjur af þeim fjölda sem hefur farið að gosinu síðustu daga. „Það eru þúsundir að fara á eldsstöðvarnar og fólk verður að gæta vel að sóttvörnum og passa uppá allar hópamyndanir þar,“ segir Þórólfur. Flugfélagið Ernir aflýsti öllu flugi hjá sér í dag vegna smits hjá starfsmanni. Hörður Guðmundsson forstjóri segir að um sé að ræða flugmann sem kom á námskeið á þriðjudag ásamt öðrum flugmönnum og greindist í gærkvöldi. Allir flugmenn og starfsfólki þurftu að fara í sóttkví þar til á þriðjudag. „Hann var með einhver örlítil einkenni sem hann tengdi engan veginn við Covid-19 og kom á námskeið til okkar. Hann fann svo meiri einkenni í gær og fór í sýnatöku og í ljós kom að hann var sýktur. Enn hefur ekki komið í ljós hvað hann veiktist en rakningarteymið er að rannsaka ferðir hans,“ segir Hörður. Sóttvarnarlæknir sagði í hádegisfréttum að smitið utan sóttkvíar í gær tengdist gosstöðvum. „Við flugum eina yfirlitsferð á þriðjudag eftir námskeiðið að öðru leyti hefur verið lítið um flug hjá okkur yfir eldsstöðvarnar. Það voru um 10 manns í því flugi en flugstjórarnir eru í lokuðu rými,“ segir Hörður. Hann segir að Ernir hafi passað afar vel upp á allar sóttvarnir frá því faraldurinn hófst og því séu þetta vonbrigði en það sem má búast við í heimsfaraldri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kórónuveirumit hafa nú komið upp í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu nú síðast í Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem 400 nemendur eru í sóttkví. Öll smitin tengjast klasasmiti sem kom upp í Laugarnesskóla fyrir nokkrum dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af því að smit sé farið að breiðast út í samfélaginu eftir að einn þeirra sem sem greindist smitaður í gær tengist ekki klasasmitinu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir.Vísir/Arnar „Hann var bara úti í bæ þannig að við getum ekki tengt þetta smit við þetta stóra smit sem tengist grunnskólum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórólfur. Þórólfur hefur enn fremur áhyggjur af þeim fjölda sem hefur farið að gosinu síðustu daga. „Það eru þúsundir að fara á eldsstöðvarnar og fólk verður að gæta vel að sóttvörnum og passa uppá allar hópamyndanir þar,“ segir Þórólfur. Flugfélagið Ernir aflýsti öllu flugi hjá sér í dag vegna smits hjá starfsmanni. Hörður Guðmundsson forstjóri segir að um sé að ræða flugmann sem kom á námskeið á þriðjudag ásamt öðrum flugmönnum og greindist í gærkvöldi. Allir flugmenn og starfsfólki þurftu að fara í sóttkví þar til á þriðjudag. „Hann var með einhver örlítil einkenni sem hann tengdi engan veginn við Covid-19 og kom á námskeið til okkar. Hann fann svo meiri einkenni í gær og fór í sýnatöku og í ljós kom að hann var sýktur. Enn hefur ekki komið í ljós hvað hann veiktist en rakningarteymið er að rannsaka ferðir hans,“ segir Hörður. Sóttvarnarlæknir sagði í hádegisfréttum að smitið utan sóttkvíar í gær tengdist gosstöðvum. „Við flugum eina yfirlitsferð á þriðjudag eftir námskeiðið að öðru leyti hefur verið lítið um flug hjá okkur yfir eldsstöðvarnar. Það voru um 10 manns í því flugi en flugstjórarnir eru í lokuðu rými,“ segir Hörður. Hann segir að Ernir hafi passað afar vel upp á allar sóttvarnir frá því faraldurinn hófst og því séu þetta vonbrigði en það sem má búast við í heimsfaraldri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira