Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2021 11:57 Kári Stefánsson segir dæmi um að fólk sem mælist neikvætt við komuna til landsins og fimm dögum síðar en greinist með kórónuveiruna eftir það. stöð 2 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid-19 veirunnar hafa sloppið hingað til lands frá mörgum stöðum þrátt fyrir sóttvarnaráðstafanir á landamærunum. „Þetta berst inn í landið með fólki sem er að koma hingað frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,” segir Kári. Þeir sem flakki fram og til baka séu líklegri en aðrir til að bera veiruna til landsins en aðir. Undanfarið ár hefur verið flogið til mjög fárra áfangastaða frá Íslandi og fáir farþegar í flestum flugvélum nema þá helst þeim sem koma frá Varsjá í Póllandi. Enda búa aðeins fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar Akureyrar. Er það stóra feimnismálið í umræðunni vegna pólitískrar réttsýni að við nefnum ekki ákveðna hluti? Það er vitað í dag að það eru margir Pólverjar að fara á milli Póllands og Íslands? „Það er enginn vandi að taka á því. Vegna þess að þetta fólk er að koma hingað með reglulegu millibili til að sækja sér atvinnuleysisbætur. Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Í dag geta atvinnulausir útlendiingar frá evrópska efnahagssvæðinu sótt um að staðfesta bætur sínar í útlöndum í þrjá mánuði á meðan þeir leita sér að vinnu innan svæðisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir þurfa til dæmis að eiga rétt á fullum bótum og hafa þegar bætur samfellt í fjórar vikur hér á landi áður. Annars er almenna reglan að staðfesta þurfi atvinnuleit hér á landi í hverjum mánuði á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Kári vill einnig breyta sóttvarnareglum á landamærunum. „Ég held að við verðum að lengja sóttkvíartímann uúr fimm dögum upp í að minnsta kosti sjö. Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Pólland Tengdar fréttir 20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid-19 veirunnar hafa sloppið hingað til lands frá mörgum stöðum þrátt fyrir sóttvarnaráðstafanir á landamærunum. „Þetta berst inn í landið með fólki sem er að koma hingað frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,” segir Kári. Þeir sem flakki fram og til baka séu líklegri en aðrir til að bera veiruna til landsins en aðir. Undanfarið ár hefur verið flogið til mjög fárra áfangastaða frá Íslandi og fáir farþegar í flestum flugvélum nema þá helst þeim sem koma frá Varsjá í Póllandi. Enda búa aðeins fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar Akureyrar. Er það stóra feimnismálið í umræðunni vegna pólitískrar réttsýni að við nefnum ekki ákveðna hluti? Það er vitað í dag að það eru margir Pólverjar að fara á milli Póllands og Íslands? „Það er enginn vandi að taka á því. Vegna þess að þetta fólk er að koma hingað með reglulegu millibili til að sækja sér atvinnuleysisbætur. Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Í dag geta atvinnulausir útlendiingar frá evrópska efnahagssvæðinu sótt um að staðfesta bætur sínar í útlöndum í þrjá mánuði á meðan þeir leita sér að vinnu innan svæðisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir þurfa til dæmis að eiga rétt á fullum bótum og hafa þegar bætur samfellt í fjórar vikur hér á landi áður. Annars er almenna reglan að staðfesta þurfi atvinnuleit hér á landi í hverjum mánuði á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Kári vill einnig breyta sóttvarnareglum á landamærunum. „Ég held að við verðum að lengja sóttkvíartímann uúr fimm dögum upp í að minnsta kosti sjö. Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Pólland Tengdar fréttir 20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33
Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52