Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:33 Þórólfur Guðnason á leið af fundi með formönnum stjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. Smitið hefur teygt sig inn í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu en uppruni þess er ekki ljós en ekki er um að ræða afbrigði sem greinst hefur á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Sagði hann að þeir átta sem greindust í gær tengdust allir umræddu klasasmiti. Um 2.000 manns mættu í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Þórólfur sagði að vel hefði tekist að rekja og tengja saman tvær aðrar hópsýkingar sem greinst hefðu að undanförnu, ólíkt fyrrgreindu klasasmiti. Ljóst væri að töluverð útbreiðsla væri á veirunni í samfélaginu og um væri að ræða hið breska afbrigði. Hann sagði þróunina valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að afbrigðið væri meira smitandi og væri að valda alvarlegri veikindum í öllum aldurshópum nema yngri en sex ára. Sjúkrahúsinnlagnir væru tvöfalt fleiri og að í Danmörku til dæmis væri aukning í smitum hjá börnum, nema í þessum yngsta aldurshóp. Til að stemma stigu við útbreiðslunni þyrfti að bregðast hratt við og það hefði verið gert. Nýjar reglur tækju mjög mið af þeim reglum sem hefði verið beitt til að koma þjóðinni úr þriðju bylgju faraldursins. Vonir stæðu til að hægt yrði að ná tökum á þessu hratt og aflétta þá aðgerðum en það yrði þó líklega ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Varðandi leikskólana ítrekaði Þórólfur að það væri enn sem áður var; smithættan virtist ekki vera meiri hjá börnum á leikskólaaldri. Það hefði tekist vel að hafa leikskólana opna og engar sóttvarnalegar ábendingar væru til að breyta um stefnu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því að lokun leikskólanna gæti valdið mikilli röskun í samfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Smitið hefur teygt sig inn í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu en uppruni þess er ekki ljós en ekki er um að ræða afbrigði sem greinst hefur á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi rétt í þessu. Sagði hann að þeir átta sem greindust í gær tengdust allir umræddu klasasmiti. Um 2.000 manns mættu í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Þórólfur sagði að vel hefði tekist að rekja og tengja saman tvær aðrar hópsýkingar sem greinst hefðu að undanförnu, ólíkt fyrrgreindu klasasmiti. Ljóst væri að töluverð útbreiðsla væri á veirunni í samfélaginu og um væri að ræða hið breska afbrigði. Hann sagði þróunina valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að afbrigðið væri meira smitandi og væri að valda alvarlegri veikindum í öllum aldurshópum nema yngri en sex ára. Sjúkrahúsinnlagnir væru tvöfalt fleiri og að í Danmörku til dæmis væri aukning í smitum hjá börnum, nema í þessum yngsta aldurshóp. Til að stemma stigu við útbreiðslunni þyrfti að bregðast hratt við og það hefði verið gert. Nýjar reglur tækju mjög mið af þeim reglum sem hefði verið beitt til að koma þjóðinni úr þriðju bylgju faraldursins. Vonir stæðu til að hægt yrði að ná tökum á þessu hratt og aflétta þá aðgerðum en það yrði þó líklega ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Varðandi leikskólana ítrekaði Þórólfur að það væri enn sem áður var; smithættan virtist ekki vera meiri hjá börnum á leikskólaaldri. Það hefði tekist vel að hafa leikskólana opna og engar sóttvarnalegar ábendingar væru til að breyta um stefnu. Þá sagðist hann hafa áhyggjur af því að lokun leikskólanna gæti valdið mikilli röskun í samfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira