Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 11:28 Þeir Páll Valur og Ástþór Jón, sem gáfu kost á sér á lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi, eru afar ósáttir við það hvernig mál hafa verkast hjá uppstillinganefnd Samfylkingarinnar og eru hættir. Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. Ekkert hefur verið gefið út um það hvernig listinn mun líta út þegar hann verður kynntur. En samkvæmt heimildum Vísis hefur nafn Björgvins G. Sigurðssonar verið nefnt sem mögulegt á lista. Þá hefur nafn Inger Erlu Thomsen einnig verið nefnt í þessu samhengi en óstaðfest er að þeim sé ætlað sæti á lista. Ástþór Jón Ragnheiðarson birti í morgun yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni þar sem hann tilkynnir að hann muni ekki þiggja það sæti á lista sem honum bauðst af hálfu uppstillinganefndar. Ástþór Jón hefur meðal annars starfað á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og hefur meðal annars verið varaformaður ASÍ-UNG. Ljóst er að Ástþór Jón er afar ósáttur við það hvernig að málum er staðið. Hann segist hafa lagt mikið á sig og sóst eftir 2. til 3. sæti á lista. Honum var í gær boðið sæti neðar á lista. Sem hann hafnaði. Ástþór Jón upplýsir að Oddný G. Harðardóttir muni leiða listann, eðlilega að mati Ástþórs Jóns, hún hafi ferilskrá í það. Fjölyrðum ekki um það sem má hafa fá orð um. Rúmlega þúsund skilaboð, nokkur hundruð símtöl, margar blaðagreinar og...Posted by Ástþór Jón Ragnheiðarson on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Hinsvegar liggur fyrir að aðrir menn sem gáfu kost á sér í efstu sæti, munu ekki skipa sæti á lista. Þeir sem skipa efstu sætin mun vera fólk sem hafði hvergi gefið út að það væri að sækjast eftir því,“ segir Ástþór Jón. Hann bætir því við að hann telji ekki rétt að styðja lista sem „veitir fólki framgang sem hefur hvergi sóst eftir því eða unnið í því að fá framgang. Það kallast klíka og slíku tek ég ekki þátt í.“ Pistlinum lýkur Ástþór Jón á því að þakka margvíslegan stuðning. „En þegar loka útkoman er í höndum hinna fáu, í stað fólksins, þá getur róðurinn verið þungur.“ Páll Valur hættur eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Páll Valur lýsir því yfir að stjórnmálaferli hans á sviði landsmála sé lokið.Alþingi Ástþór Jón er ekki einn um að vera óánægður með það hvernig á málum er haldið. Annar Samfylkingarmaður sem er afar ósáttur með hvernig þetta er að verkast innan flokksins heitir Páll Valur Björnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Páll Valur var áður alþingismaður Suðurkjördæmis fyrir Bjarta framtíð. Hann ritaði alllanga færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann gerir grein fyrir vonbrigðum sínum. „Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá ákvörðun að gefa kost á mér í framboð hér í mínu kjördæmi eftir mikla hvatningu frá fólki sem taldi mig eiga erindi á þing aftur.“ Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá...Posted by Páll Valur Björnsson on Miðvikudagur, 24. mars 2021 Páll lýsir því að hann hafi fengið tilnefningar í fjórum kjördæmum en talið Suðurkjördæmi henta sér best; þar myndu kraftar hans og þekking nýtast flokknum best. „Ég tók það fram við uppstillingarnefnd að ég væri að sækjast eftir forustusæti þ.e.a.s fyrsta eða öðru sæti þar sem ég tel að Samfylkingin eigi alveg raunhæfa möguleika á að bæta við sig manni í kjördæminu. En dómur féll og uppstillingarnefndin tilkynnti mér það eftir að hafa setið á rökstólum í góða 66 daga (já 66 daga) að ég væri ekki inni í myndinni í þessi sæti og með því má segja að stjórnmálaferli mínum á sviði landsmála sé lokið.“ Nörður líka farinn Og enn bætist í hóp þeirra sem hafa sagt skilið við skútuna. Njörður Sigurðsson varaþingmaður, oddvita og bæjarfulltrúa í Hveragerði hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir Samfyhlkinguna. Þetta þýðir að allir þeir sem gáfu opinberlega kost á sér til að taka sæti á lista, fyrir utan Oddnýju, eru farnir frá borði. Njörður segir gott komið og hefur sagt sig frá borði. Ljóst er að Samfylkingin stendur frammi fyrir verulegum vanda. Vísir hefur einnig heimildir fyrir því að formaður Samfylkingarfélagsins úti í Eyjum, Guðjón Örn Sigtryggsson, hafi sagt sig úr flokknum.Facebook „Árið 2017 tók ég 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og hef verið varaþingmaður Oddnýjar Harðardóttur síðustu fjögur ár. Ég hef haft mikla ánægju af starfinu í Samfylkingunni og þótt mikil forréttindi að fá að koma inn á Alþingi og starfa með góðum hópi þingmanna flokksins og koma mikilvægum málum áfram í þinginu. Ég hafði fullan hug á að taka áfram þátt í þessu starfi og finnst ég hafa mikið fram að færa í landsmálunum,“ segir Njörður í pistli á Facebook-síðu sinni. Og víkur þá að því að babb sé komið í bátinn. Kæru vinir Árið 2017 tók ég 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og hef verið varaþingmaður Oddnýjar...Posted by Njörður Sigurðsson on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Um síðustu helgi bauð uppstillinganefndin í Suðurkjördæmi mér 4. sæti á lista flokksins og því ljóst að ekki var áhugi að ég væri í forystusveit Samfylkingarinnar í kjördæminu áfram. Ég hafnað því boði og mun því ekki taka sæti á lista flokksins í næstu kosningum. (Mér var reyndar boðið 4. sætið á lista flokksins árið 2016 og hafnaði ég því líka þá.)“ Njörður fer ekki í grafgötur með að þetta séu sér nokkur vonbrigði. Hann vilji veg jafnaðarstefnunnar sem mestan en í ljósi þessa vilji hann segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. „Eftir sem áður mun ég gegna starfi oddvita og bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis enda er það framboð óháð stjórnmálaflokkum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Meðlimur uppstillinganefndar Samfylkingarinnar telur prófkjör betri leið Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur setið tvisvar í uppstillinganefnd telur prófkjör bestu leiðina til þess að velja fólk á framboðslista. Hann segir fyndið að talsfólk uppstillingar segi prófkjör ala á sundrung og illindum. Hún segist þó ánægð með niðurstöðu uppstillinganefndar og segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. 14. febrúar 2021 16:01 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. 11. febrúar 2021 21:25 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Ekkert hefur verið gefið út um það hvernig listinn mun líta út þegar hann verður kynntur. En samkvæmt heimildum Vísis hefur nafn Björgvins G. Sigurðssonar verið nefnt sem mögulegt á lista. Þá hefur nafn Inger Erlu Thomsen einnig verið nefnt í þessu samhengi en óstaðfest er að þeim sé ætlað sæti á lista. Ástþór Jón Ragnheiðarson birti í morgun yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni þar sem hann tilkynnir að hann muni ekki þiggja það sæti á lista sem honum bauðst af hálfu uppstillinganefndar. Ástþór Jón hefur meðal annars starfað á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og hefur meðal annars verið varaformaður ASÍ-UNG. Ljóst er að Ástþór Jón er afar ósáttur við það hvernig að málum er staðið. Hann segist hafa lagt mikið á sig og sóst eftir 2. til 3. sæti á lista. Honum var í gær boðið sæti neðar á lista. Sem hann hafnaði. Ástþór Jón upplýsir að Oddný G. Harðardóttir muni leiða listann, eðlilega að mati Ástþórs Jóns, hún hafi ferilskrá í það. Fjölyrðum ekki um það sem má hafa fá orð um. Rúmlega þúsund skilaboð, nokkur hundruð símtöl, margar blaðagreinar og...Posted by Ástþór Jón Ragnheiðarson on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Hinsvegar liggur fyrir að aðrir menn sem gáfu kost á sér í efstu sæti, munu ekki skipa sæti á lista. Þeir sem skipa efstu sætin mun vera fólk sem hafði hvergi gefið út að það væri að sækjast eftir því,“ segir Ástþór Jón. Hann bætir því við að hann telji ekki rétt að styðja lista sem „veitir fólki framgang sem hefur hvergi sóst eftir því eða unnið í því að fá framgang. Það kallast klíka og slíku tek ég ekki þátt í.“ Pistlinum lýkur Ástþór Jón á því að þakka margvíslegan stuðning. „En þegar loka útkoman er í höndum hinna fáu, í stað fólksins, þá getur róðurinn verið þungur.“ Páll Valur hættur eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Páll Valur lýsir því yfir að stjórnmálaferli hans á sviði landsmála sé lokið.Alþingi Ástþór Jón er ekki einn um að vera óánægður með það hvernig á málum er haldið. Annar Samfylkingarmaður sem er afar ósáttur með hvernig þetta er að verkast innan flokksins heitir Páll Valur Björnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Páll Valur var áður alþingismaður Suðurkjördæmis fyrir Bjarta framtíð. Hann ritaði alllanga færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann gerir grein fyrir vonbrigðum sínum. „Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá ákvörðun að gefa kost á mér í framboð hér í mínu kjördæmi eftir mikla hvatningu frá fólki sem taldi mig eiga erindi á þing aftur.“ Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá...Posted by Páll Valur Björnsson on Miðvikudagur, 24. mars 2021 Páll lýsir því að hann hafi fengið tilnefningar í fjórum kjördæmum en talið Suðurkjördæmi henta sér best; þar myndu kraftar hans og þekking nýtast flokknum best. „Ég tók það fram við uppstillingarnefnd að ég væri að sækjast eftir forustusæti þ.e.a.s fyrsta eða öðru sæti þar sem ég tel að Samfylkingin eigi alveg raunhæfa möguleika á að bæta við sig manni í kjördæminu. En dómur féll og uppstillingarnefndin tilkynnti mér það eftir að hafa setið á rökstólum í góða 66 daga (já 66 daga) að ég væri ekki inni í myndinni í þessi sæti og með því má segja að stjórnmálaferli mínum á sviði landsmála sé lokið.“ Nörður líka farinn Og enn bætist í hóp þeirra sem hafa sagt skilið við skútuna. Njörður Sigurðsson varaþingmaður, oddvita og bæjarfulltrúa í Hveragerði hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir Samfyhlkinguna. Þetta þýðir að allir þeir sem gáfu opinberlega kost á sér til að taka sæti á lista, fyrir utan Oddnýju, eru farnir frá borði. Njörður segir gott komið og hefur sagt sig frá borði. Ljóst er að Samfylkingin stendur frammi fyrir verulegum vanda. Vísir hefur einnig heimildir fyrir því að formaður Samfylkingarfélagsins úti í Eyjum, Guðjón Örn Sigtryggsson, hafi sagt sig úr flokknum.Facebook „Árið 2017 tók ég 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og hef verið varaþingmaður Oddnýjar Harðardóttur síðustu fjögur ár. Ég hef haft mikla ánægju af starfinu í Samfylkingunni og þótt mikil forréttindi að fá að koma inn á Alþingi og starfa með góðum hópi þingmanna flokksins og koma mikilvægum málum áfram í þinginu. Ég hafði fullan hug á að taka áfram þátt í þessu starfi og finnst ég hafa mikið fram að færa í landsmálunum,“ segir Njörður í pistli á Facebook-síðu sinni. Og víkur þá að því að babb sé komið í bátinn. Kæru vinir Árið 2017 tók ég 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og hef verið varaþingmaður Oddnýjar...Posted by Njörður Sigurðsson on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Um síðustu helgi bauð uppstillinganefndin í Suðurkjördæmi mér 4. sæti á lista flokksins og því ljóst að ekki var áhugi að ég væri í forystusveit Samfylkingarinnar í kjördæminu áfram. Ég hafnað því boði og mun því ekki taka sæti á lista flokksins í næstu kosningum. (Mér var reyndar boðið 4. sætið á lista flokksins árið 2016 og hafnaði ég því líka þá.)“ Njörður fer ekki í grafgötur með að þetta séu sér nokkur vonbrigði. Hann vilji veg jafnaðarstefnunnar sem mestan en í ljósi þessa vilji hann segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. „Eftir sem áður mun ég gegna starfi oddvita og bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis enda er það framboð óháð stjórnmálaflokkum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Meðlimur uppstillinganefndar Samfylkingarinnar telur prófkjör betri leið Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur setið tvisvar í uppstillinganefnd telur prófkjör bestu leiðina til þess að velja fólk á framboðslista. Hann segir fyndið að talsfólk uppstillingar segi prófkjör ala á sundrung og illindum. Hún segist þó ánægð með niðurstöðu uppstillinganefndar og segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. 14. febrúar 2021 16:01 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. 11. febrúar 2021 21:25 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Meðlimur uppstillinganefndar Samfylkingarinnar telur prófkjör betri leið Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur setið tvisvar í uppstillinganefnd telur prófkjör bestu leiðina til þess að velja fólk á framboðslista. Hann segir fyndið að talsfólk uppstillingar segi prófkjör ala á sundrung og illindum. Hún segist þó ánægð með niðurstöðu uppstillinganefndar og segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. 14. febrúar 2021 16:01
Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38
Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. 11. febrúar 2021 21:25
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent