Leikskólum lokað til hádegis á morgun og kennarar vilja skella í lás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:22 Leikskólakennarar hafa kallað eftir því að leikskólum verði lokað næstu vikur í sóttvarnaskini. Vísir/Vilhelm Stjórn félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að allir leikskólar borgarinnar verði lokaðir til hádegis á morgun. Hertar takmarkanir voru kynntar í dag og verður meðal annars öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Samkvæmt tilkynningu frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar munu leikskólar starfa eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af nýjum sóttvarnareglum. Félagið lýsir áhyggjum sínum af því að halda eigi leikskólum landsins opnum fram að páskum. „Þessi veira hefur sýnt það að hún er óútreiknanleg varðandi það hvar hún slær niður,“ segir í ályktun stjórnar félags leikskólakennara. „Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag. Markmiðið með þessari ráðstöfun er að starfsemi leikskóla með breyttu skipulagi verði farsælt,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjóra almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Hópsmit hefur komið upp í Laugarnesskóla og ellefu nemendur greindust með smit eftir sýnatöku gærdagsins. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Allur skólinn er nú í sóttkví auk Laugalækjarskóla. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í viðtali við fréttastofu í dag að svo virðist sem það afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. 24. mars 2021 21:00 Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. 24. mars 2021 20:21 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hertar takmarkanir voru kynntar í dag og verður meðal annars öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Samkvæmt tilkynningu frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar munu leikskólar starfa eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af nýjum sóttvarnareglum. Félagið lýsir áhyggjum sínum af því að halda eigi leikskólum landsins opnum fram að páskum. „Þessi veira hefur sýnt það að hún er óútreiknanleg varðandi það hvar hún slær niður,“ segir í ályktun stjórnar félags leikskólakennara. „Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag. Markmiðið með þessari ráðstöfun er að starfsemi leikskóla með breyttu skipulagi verði farsælt,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjóra almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Hópsmit hefur komið upp í Laugarnesskóla og ellefu nemendur greindust með smit eftir sýnatöku gærdagsins. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Allur skólinn er nú í sóttkví auk Laugalækjarskóla. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í viðtali við fréttastofu í dag að svo virðist sem það afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. 24. mars 2021 21:00 Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. 24. mars 2021 20:21 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. 24. mars 2021 21:00
Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. 24. mars 2021 20:21
Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42