„Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2021 18:03 Bjarni Þór Viðarsson hefur farið á stórmót með U21 árs landsliðinu. Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. Íslenska U21 landsliðið spilar á morgun sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi er liðið mætir Rússum. Einnig í riðlinum eru Frakkar og Danir en Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Þór í dag. Bjarni var einmitt fyrirliði Íslands síðast er liðið komst á EM U21, árið 2011, en þá fór mótið fram í Danmörku. „Þetta er mjög góð tilfinning. Þetta er mjög stórt og frábært að vera komnir þangað,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það gekk mjög vel í undankeppninni en þetta er stórt þó að það séu engar áhorfendur. Væntanlega flest félög Evrópu eru að fylgjast með leikmönnum.“ Aðspurður hvort að það sé stress hjá íslensku strákunum segir Bjarni. „Ég held að það sé alltaf stress, í svona keppni og gegn svona stórum þjóðum, en þetta er líka spurning um að njóta og slaka aðeins á.“ „Þetta er risa svið og mörg félög að fylgjast með. Mín ráð eru að einbeita sér að þessu, hjálpa hvor öðrum í leikjunum og svo kemur hitt.“ „Ef eitthvað lið hefur áhuga á þér þá kemur það en ég held að þetta verði flott hjá þeim. Að geta komist áfram og spila aftur í sumar haldi þeim gangandi.“ Eins og áður segir leiddi Bjarni íslenska liðið út á stóra sviðið í Danmörku árið 2011 en hann segir að nú sé staðan öðruvísi. „Þetta var geggjað í Danmörku. Það var fullt af áhorfendum, fullt af Íslendingum og þetta var ógleymanlegt. Nú eru ekki áhorfendur en þetta er spenna og stórt.“ „Þeir eru allir að koma inn í þetta ferskir og í formi. Á þessum tímapunkti vorum við að koma heim í sumarfrí og vorum stopp svo þetta var erfitt fyrir Tómas Inga [Tómasson] og Jolla [Eyjólf Sverrisson, þjálfara].“ Bjarni segir að skipulagið geti skilað íslenska liðinu langt. „Ég fylgdist með flestum leikjunum í undankeppninni. Þeir voru agaðir og spiluðu vel. Ef þeir halda því áfram þá eru þeir í góðum möguleika. Við erum að fara mæta stórþjóðum en ef þú fylgir ákveðnum aga og leikskipulagi í fótbolta er allt hægt.“ Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er tekinn við A-landsliðinu og Bjarni mun fylgjast vel með leik liðsins gegn Þýskalandi annað kvöld. „Það er spennandi. Það er búið að fjalla vel um liðin og það eru ný þjálfarateymi og áherslubreytingar. Ég held að það verði gaman að sjá hvernig þeir kljást við Þjóðverjanna,“ en hvaða kröfur gerir hann í fyrstu þremur leikjum Íslands? „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni Þór um EM U21 EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00 Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Íslenska U21 landsliðið spilar á morgun sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi er liðið mætir Rússum. Einnig í riðlinum eru Frakkar og Danir en Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Þór í dag. Bjarni var einmitt fyrirliði Íslands síðast er liðið komst á EM U21, árið 2011, en þá fór mótið fram í Danmörku. „Þetta er mjög góð tilfinning. Þetta er mjög stórt og frábært að vera komnir þangað,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það gekk mjög vel í undankeppninni en þetta er stórt þó að það séu engar áhorfendur. Væntanlega flest félög Evrópu eru að fylgjast með leikmönnum.“ Aðspurður hvort að það sé stress hjá íslensku strákunum segir Bjarni. „Ég held að það sé alltaf stress, í svona keppni og gegn svona stórum þjóðum, en þetta er líka spurning um að njóta og slaka aðeins á.“ „Þetta er risa svið og mörg félög að fylgjast með. Mín ráð eru að einbeita sér að þessu, hjálpa hvor öðrum í leikjunum og svo kemur hitt.“ „Ef eitthvað lið hefur áhuga á þér þá kemur það en ég held að þetta verði flott hjá þeim. Að geta komist áfram og spila aftur í sumar haldi þeim gangandi.“ Eins og áður segir leiddi Bjarni íslenska liðið út á stóra sviðið í Danmörku árið 2011 en hann segir að nú sé staðan öðruvísi. „Þetta var geggjað í Danmörku. Það var fullt af áhorfendum, fullt af Íslendingum og þetta var ógleymanlegt. Nú eru ekki áhorfendur en þetta er spenna og stórt.“ „Þeir eru allir að koma inn í þetta ferskir og í formi. Á þessum tímapunkti vorum við að koma heim í sumarfrí og vorum stopp svo þetta var erfitt fyrir Tómas Inga [Tómasson] og Jolla [Eyjólf Sverrisson, þjálfara].“ Bjarni segir að skipulagið geti skilað íslenska liðinu langt. „Ég fylgdist með flestum leikjunum í undankeppninni. Þeir voru agaðir og spiluðu vel. Ef þeir halda því áfram þá eru þeir í góðum möguleika. Við erum að fara mæta stórþjóðum en ef þú fylgir ákveðnum aga og leikskipulagi í fótbolta er allt hægt.“ Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er tekinn við A-landsliðinu og Bjarni mun fylgjast vel með leik liðsins gegn Þýskalandi annað kvöld. „Það er spennandi. Það er búið að fjalla vel um liðin og það eru ný þjálfarateymi og áherslubreytingar. Ég held að það verði gaman að sjá hvernig þeir kljást við Þjóðverjanna,“ en hvaða kröfur gerir hann í fyrstu þremur leikjum Íslands? „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni Þór um EM U21
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00 Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00
Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00