Viðbrögð í Verzló: „Hendum í eitt hópsmit seinasta daginn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 16:24 Símarnir voru á lofti í stuttum gjörningi stúdentaefnanna í Verzló. Nemendur á þriðja ári í Verzló brugðust við þeim tíðindum að staðnám yrði óheimilt fram yfir páska frá og með morgundeginum með því að stíga trylltan dans með símana á lofti í skólanum. Skólastjóri segir uppákomuna hafa varað stutt yfir en útskriftarhópurinn óttist að um síðasta dag þeirra í skólanum sé að ræða. Meðal hertra aðgerða vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag voru hömlur á skólastarf. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi verður óheimilt frá og með morgundeginum og fram til 1. apríl. Fréttastofu bárust myndbönd sem sýndu viðbrögð þriðja árs nema í Verzló við tíðindunum. Brot úr einu slíku má sjá að neðan. Þar er skrifað „Hendum í eitt hópsmit síðasta daginn“, væntanlega meira í gríni en alvöru. „Þetta voru nokkrir krakkar sem eru að útskrifast,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verzló. „Þau reiknuðu með að þetta væri jafnvel síðasti dagurinn sem þau myndu hittast í skólanum.“ Hann segir lætin hafa verið stöðvuð um leið. „Nemendur sem áttu að fara í tíma voru reknir inn í stofur. Þau sem voru búin í skólanum fóru heim. Þetta var ekkert stórvægilegt.“ Ingi segir að nemendur hafi í raun litið á þetta sem mögulega kveðjustund. Hann er á leið til fundar með menntamálaráðherra og skólastjórnendum og í framhaldinu muni stjórnendur í Verzló funda. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að skólum væri í sjálfsvald sett hvort þeir hefðu fjarkennslu á morgun og hinn eða sendu nemendur í snemmbúið páskafrí. „Ég reikna með því að það verði kennsla bara á netinu á morgun og hinn. Og svo páskafrí. Svo vona ég innilega allra vegna að við getum byrjað með eðlilegu fyrirkomulagi eftir páska.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Skólastjóri segir uppákomuna hafa varað stutt yfir en útskriftarhópurinn óttist að um síðasta dag þeirra í skólanum sé að ræða. Meðal hertra aðgerða vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag voru hömlur á skólastarf. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi verður óheimilt frá og með morgundeginum og fram til 1. apríl. Fréttastofu bárust myndbönd sem sýndu viðbrögð þriðja árs nema í Verzló við tíðindunum. Brot úr einu slíku má sjá að neðan. Þar er skrifað „Hendum í eitt hópsmit síðasta daginn“, væntanlega meira í gríni en alvöru. „Þetta voru nokkrir krakkar sem eru að útskrifast,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verzló. „Þau reiknuðu með að þetta væri jafnvel síðasti dagurinn sem þau myndu hittast í skólanum.“ Hann segir lætin hafa verið stöðvuð um leið. „Nemendur sem áttu að fara í tíma voru reknir inn í stofur. Þau sem voru búin í skólanum fóru heim. Þetta var ekkert stórvægilegt.“ Ingi segir að nemendur hafi í raun litið á þetta sem mögulega kveðjustund. Hann er á leið til fundar með menntamálaráðherra og skólastjórnendum og í framhaldinu muni stjórnendur í Verzló funda. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að skólum væri í sjálfsvald sett hvort þeir hefðu fjarkennslu á morgun og hinn eða sendu nemendur í snemmbúið páskafrí. „Ég reikna með því að það verði kennsla bara á netinu á morgun og hinn. Og svo páskafrí. Svo vona ég innilega allra vegna að við getum byrjað með eðlilegu fyrirkomulagi eftir páska.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira