Flestir úr Breiðabliki í EM-hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2021 11:30 Willum Þór Willumsson er einn sex uppaldra Blika í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. vísir/bára Flestir í hópi íslenska U-21 árs landsliðsins, sem hefur leik á EM í dag, koma úr Breiðabliki. Sex uppaldir Blikar eru í íslenska EM-hópnum. Ekkert annað félag á fleiri en þrjá leikmenn í hópnum. Markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen Willumssynir koma allir úr unglingastarfi Breiðabliks. Þá leikur Mosfellingurinn Róbert Orri Þorkelsson með Breiðabliki og Sveinn Aron Guðjohnsen lék einnig um tíma með liðinu. Sveinn Aron var í yngri flokkum HK sem og fyrirliði U-21 árs liðsins, Jón Dagur Þorsteinsson, og því koma átta af 23 í EM-hópnum úr Kópavogsfélögunum, HK og Breiðabliki. Kolbeinn Finnsson er einn þriggja Fylkismanna í EM-hópnum.vísir/daníel þór Þrír í EM-hópnum eru uppaldir hjá Fylki, þeir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Hin félögin í Reykjavík eiga aðeins samtals tvo leikmenn í hópnum. Fleiri og fleiri góðir leikmenn skilað sér upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar á undanförnum árum og tveir Mosfellingar eru í EM-hópnum, áðurnefndur Róbert Orri og Bjarki Steinn Bjarkason sem millilenti hjá ÍA áður en hann fór í atvinnumennsku. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í undankeppni EM.vísir/bára Tveir Skagamenn eru í hópnum, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu. Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru fulltrúar Hafnarfjarðar í EM-hópnum. Þeir leika báðir með FH um þessar mundir. Þórir hóf hins vegar sinn fótboltaferil í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Álftanes á einn fulltrúa í EM-hópnum, Alex Þór Hauksson. Hann fór yfir til Stjörnunnar í 3. flokki og hóf sinn meistaraflokksferil þar. Uppeldisfélög leikmanna í EM-hópnum Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson Leikur Íslands og Rússlands í C-riðli EM U-21 árs landsliða hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM U21 í fótbolta 2021 Breiðablik Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Sex uppaldir Blikar eru í íslenska EM-hópnum. Ekkert annað félag á fleiri en þrjá leikmenn í hópnum. Markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen Willumssynir koma allir úr unglingastarfi Breiðabliks. Þá leikur Mosfellingurinn Róbert Orri Þorkelsson með Breiðabliki og Sveinn Aron Guðjohnsen lék einnig um tíma með liðinu. Sveinn Aron var í yngri flokkum HK sem og fyrirliði U-21 árs liðsins, Jón Dagur Þorsteinsson, og því koma átta af 23 í EM-hópnum úr Kópavogsfélögunum, HK og Breiðabliki. Kolbeinn Finnsson er einn þriggja Fylkismanna í EM-hópnum.vísir/daníel þór Þrír í EM-hópnum eru uppaldir hjá Fylki, þeir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Hin félögin í Reykjavík eiga aðeins samtals tvo leikmenn í hópnum. Fleiri og fleiri góðir leikmenn skilað sér upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar á undanförnum árum og tveir Mosfellingar eru í EM-hópnum, áðurnefndur Róbert Orri og Bjarki Steinn Bjarkason sem millilenti hjá ÍA áður en hann fór í atvinnumennsku. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í undankeppni EM.vísir/bára Tveir Skagamenn eru í hópnum, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu. Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru fulltrúar Hafnarfjarðar í EM-hópnum. Þeir leika báðir með FH um þessar mundir. Þórir hóf hins vegar sinn fótboltaferil í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Álftanes á einn fulltrúa í EM-hópnum, Alex Þór Hauksson. Hann fór yfir til Stjörnunnar í 3. flokki og hóf sinn meistaraflokksferil þar. Uppeldisfélög leikmanna í EM-hópnum Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson Leikur Íslands og Rússlands í C-riðli EM U-21 árs landsliða hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson
EM U21 í fótbolta 2021 Breiðablik Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira