„Við verðum bara að bregðast við“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 13:22 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir stöðuna sem upp sé komin vera vonbrigði. Bregðast þurfi við. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri smit innanlands síðan 30. nóvember. Svandís var spurð að því við komuna í Ráðherrabústaðinn hvort það væru þung skref að taka á svona degi. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svona,“ segir Svandís. Staðan sem upp sé komin væru vonbrigði. „Já, það hlýtur að vera það en við verðum að bregðast við og ætlum að gera það.“ Þá staðfesti hún að hertar aðgerðir yrðu kynntar síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gripin tali á leiðinni á fundinn. „Við erum orðin öllu von og vitum alveg hvað virkar í baráttunni við þessa veiru,“ segir Katrín. „Við erum að sjá þetta breska afbrigði sem er bráðsmitandi svo það er mikilvægt að bregðast hratt við.“ Fram undan væru umræður á fundi ráðherra um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fólk þurfi að standa saman Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum. „Það eru alltaf vonbrigði þegar við sjáum smit utan sóttkvíar í vexti. Við verðum að taka alvarlega ábendingum um að það geti verið að leynast smit í samfélaginu sem gætu farið í veldisvöxt. Við stöndum frammi fyrir því að taka áhættuna á því að allt fari vel eða að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort hann teldi að þetta myndi seinka efnahagsbatanum sagði Bjarni: „Ekki ef okkur tekst að slá þetta niður hratt og örugglega. Það gerist ekki inni í þessu húsi,“ sagði Bjarni og átti við Ráðherrabústaðinn. „Það gerist úti í samfélaginu, að fólk standi saman um að gæta varúðar.“ Nú þurfi fólk að standa saman. „Alveg tvímælalaust.“ Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem aðgerðirnar verða kynntar. Vísir verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá fundinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri smit innanlands síðan 30. nóvember. Svandís var spurð að því við komuna í Ráðherrabústaðinn hvort það væru þung skref að taka á svona degi. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svona,“ segir Svandís. Staðan sem upp sé komin væru vonbrigði. „Já, það hlýtur að vera það en við verðum að bregðast við og ætlum að gera það.“ Þá staðfesti hún að hertar aðgerðir yrðu kynntar síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gripin tali á leiðinni á fundinn. „Við erum orðin öllu von og vitum alveg hvað virkar í baráttunni við þessa veiru,“ segir Katrín. „Við erum að sjá þetta breska afbrigði sem er bráðsmitandi svo það er mikilvægt að bregðast hratt við.“ Fram undan væru umræður á fundi ráðherra um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fólk þurfi að standa saman Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum. „Það eru alltaf vonbrigði þegar við sjáum smit utan sóttkvíar í vexti. Við verðum að taka alvarlega ábendingum um að það geti verið að leynast smit í samfélaginu sem gætu farið í veldisvöxt. Við stöndum frammi fyrir því að taka áhættuna á því að allt fari vel eða að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort hann teldi að þetta myndi seinka efnahagsbatanum sagði Bjarni: „Ekki ef okkur tekst að slá þetta niður hratt og örugglega. Það gerist ekki inni í þessu húsi,“ sagði Bjarni og átti við Ráðherrabústaðinn. „Það gerist úti í samfélaginu, að fólk standi saman um að gæta varúðar.“ Nú þurfi fólk að standa saman. „Alveg tvímælalaust.“ Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem aðgerðirnar verða kynntar. Vísir verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá fundinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira