Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 22:02 Þessa mynd tók Sigfús Steindórsson í Norðurbænum í Hafnarfirði nú á tíunda tímanum í kvöld. Bjarminn og mökkurinn frá gosinu sést vel á kvöldhimninum. Sigfús Steindórsson Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í kvöld um að rauður bjarminn af gosinu, og mökkurinn sem stígur upp frá því, sjáist vel frá höfuðborgarsvæðinu, einkum Hafnarfirði. Gosið hafi raunar ekki sést svo vel frá því að það hófst 19. mars. „Það hefur verið rosalega þungskýjað, slæmt skyggni og slæmt veður þannig að við höfum ekki séð þetta fyrr en núna,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Þá segir hún þetta jafnframt í fyrsta sinn sem þau á Veðurstofunni sjái í gosið frá Bústaðaveginum. Skjáskot úr vefmyndavél RÚV nú á ellefta tímanum sem sýnir eldgosið í Geldingadal frá Fagradalsfjalli. Talsvert hraun flæðir nú og tveir gígar virðast áberandi. Ekki séu merki um að gefið hafi í gosið frá því til dæmis í dag, hraunflæði sé svipað. Þá minnir hún á að birtan blekki en rauðglóandi hraunið sést mun betur þegar dimmir. „Mér finnst þetta mjög svipað því sem var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Það er kannski eins og hafi aðeins aukist í öðrum minni gígnum en heldur minnkað í stærsta gígnum,“ segir Sigþrúður. Þá geti verið að tveir minni gígarnir hafi sameinast í einn gíg og meira hraun flæði nú þaðan. Ef til vill fáist úr því skorið á morgun. Líkt og áður segir sést gosið vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Svo virðist sem höfuðborgarbúar séu margir að berja bjarmann augum í fyrsta sinn frá heimilum sínum. Indriði Einar Reynisson læknir sér gosið til að mynda frá svölum Landspítalans. Á svölum hjartadeildar sést eldgosið. #volcano #næturvaktinPosted by Indriði Einar Reynisson on Þriðjudagur, 23. mars 2021 Gossvæðið var rýmt síðdegis í dag vegna hættu á gasmengun. Sigþrúður segir að miðað við tölur á Loftgæði.is ættu höfuðborgarbúar ekki að hafa áhyggjur af loftgæðum vegna gossins í kvöld. Þá verður metið í fyrramálið hvenær, og hvort, svæðið við gosstöðvarnar verði opnað almenningi á ný en mikil örtröð var á svæðinu í dag. Fleiri myndir af gosinu, teknar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, má sjá hér fyrir neðan. Gosið eins og það sást frá Veðurstofuhæðinni í Reykjavík í kvöld.Vísir/Sigurjón Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í kvöld.Vísir/Vilhelm Bjarminn af gosinu sást greinilega í Sörlaskjóli í Vesturbænum í kvöld.Vísir/margrét helga Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í kvöld um að rauður bjarminn af gosinu, og mökkurinn sem stígur upp frá því, sjáist vel frá höfuðborgarsvæðinu, einkum Hafnarfirði. Gosið hafi raunar ekki sést svo vel frá því að það hófst 19. mars. „Það hefur verið rosalega þungskýjað, slæmt skyggni og slæmt veður þannig að við höfum ekki séð þetta fyrr en núna,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Þá segir hún þetta jafnframt í fyrsta sinn sem þau á Veðurstofunni sjái í gosið frá Bústaðaveginum. Skjáskot úr vefmyndavél RÚV nú á ellefta tímanum sem sýnir eldgosið í Geldingadal frá Fagradalsfjalli. Talsvert hraun flæðir nú og tveir gígar virðast áberandi. Ekki séu merki um að gefið hafi í gosið frá því til dæmis í dag, hraunflæði sé svipað. Þá minnir hún á að birtan blekki en rauðglóandi hraunið sést mun betur þegar dimmir. „Mér finnst þetta mjög svipað því sem var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Það er kannski eins og hafi aðeins aukist í öðrum minni gígnum en heldur minnkað í stærsta gígnum,“ segir Sigþrúður. Þá geti verið að tveir minni gígarnir hafi sameinast í einn gíg og meira hraun flæði nú þaðan. Ef til vill fáist úr því skorið á morgun. Líkt og áður segir sést gosið vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Svo virðist sem höfuðborgarbúar séu margir að berja bjarmann augum í fyrsta sinn frá heimilum sínum. Indriði Einar Reynisson læknir sér gosið til að mynda frá svölum Landspítalans. Á svölum hjartadeildar sést eldgosið. #volcano #næturvaktinPosted by Indriði Einar Reynisson on Þriðjudagur, 23. mars 2021 Gossvæðið var rýmt síðdegis í dag vegna hættu á gasmengun. Sigþrúður segir að miðað við tölur á Loftgæði.is ættu höfuðborgarbúar ekki að hafa áhyggjur af loftgæðum vegna gossins í kvöld. Þá verður metið í fyrramálið hvenær, og hvort, svæðið við gosstöðvarnar verði opnað almenningi á ný en mikil örtröð var á svæðinu í dag. Fleiri myndir af gosinu, teknar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, má sjá hér fyrir neðan. Gosið eins og það sást frá Veðurstofuhæðinni í Reykjavík í kvöld.Vísir/Sigurjón Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í kvöld.Vísir/Vilhelm Bjarminn af gosinu sást greinilega í Sörlaskjóli í Vesturbænum í kvöld.Vísir/margrét helga Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
„Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15