„Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 20:02 Sveinn kviknakinn með eldgosið í baksýn á sunnudag. Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. Sveinn, sem er leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi farið að gosstöðvunum á sunnudag ásamt vinum sínum. Einn þeirra, ljósmyndari með stóran fylgjendahóp á Instagram, hafi sagt honum frá sólgleraugum sem hann var að auglýsa. Þá kviknaði hugmyndin. „Þetta var alveg spontant. Og ég spurði: Myndi eitthvað toppa það ef ég færi hérna úr fötunum nakinn í hrauninu? Svo bað ég hann um að hafa myndavélina tilbúna og svo bara reif ég mig úr fötunum, setti gleraugun á nefið og pósaði þarna. Ég held það hafi verði þrjú eða fjögur hundruð manns sem horfðu á þetta,“ segir Sveinn. View this post on Instagram A post shared by Norris Niman | Iceland (@norrisniman) Myndbönd af Sveini, alsnöktum fyrir framan myndavélina með hraunið í baksýn, hafa farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hann segir viðbrögðin enda ekki hafa látið á sér standa. „Það sprakk allt internetið. Facebook, Instagram – og Messengerinn fór alveg á kaf.“ Þér hefur væntanlega verið hlýtt? „Ég syndi í köldum ám og hef farið úr svona áður og þá hefur mér alltaf verið kalt. En þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast. Það var mjög heitt. Það beit í húðina, það beit virkilega í.“ Nektarmyndirnar af Sveini voru teknar við gosstöðvarnar á sunnudag. Þegar Vísir náði tali af honum nú á áttunda tímanum í kvöld var hann við gosstöðvarnar í annað sinn – í þann mund að tygja sig heim, enda svæðið rýmt síðdegis. „Það er mikill munur á gígnum, hann hefur hækkað töluvert og svo hefur fyllst heilmikið upp í dalinn. Hann er alveg að fara á kaf hérna sunnan megin.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Sveinn, sem er leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi farið að gosstöðvunum á sunnudag ásamt vinum sínum. Einn þeirra, ljósmyndari með stóran fylgjendahóp á Instagram, hafi sagt honum frá sólgleraugum sem hann var að auglýsa. Þá kviknaði hugmyndin. „Þetta var alveg spontant. Og ég spurði: Myndi eitthvað toppa það ef ég færi hérna úr fötunum nakinn í hrauninu? Svo bað ég hann um að hafa myndavélina tilbúna og svo bara reif ég mig úr fötunum, setti gleraugun á nefið og pósaði þarna. Ég held það hafi verði þrjú eða fjögur hundruð manns sem horfðu á þetta,“ segir Sveinn. View this post on Instagram A post shared by Norris Niman | Iceland (@norrisniman) Myndbönd af Sveini, alsnöktum fyrir framan myndavélina með hraunið í baksýn, hafa farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hann segir viðbrögðin enda ekki hafa látið á sér standa. „Það sprakk allt internetið. Facebook, Instagram – og Messengerinn fór alveg á kaf.“ Þér hefur væntanlega verið hlýtt? „Ég syndi í köldum ám og hef farið úr svona áður og þá hefur mér alltaf verið kalt. En þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast. Það var mjög heitt. Það beit í húðina, það beit virkilega í.“ Nektarmyndirnar af Sveini voru teknar við gosstöðvarnar á sunnudag. Þegar Vísir náði tali af honum nú á áttunda tímanum í kvöld var hann við gosstöðvarnar í annað sinn – í þann mund að tygja sig heim, enda svæðið rýmt síðdegis. „Það er mikill munur á gígnum, hann hefur hækkað töluvert og svo hefur fyllst heilmikið upp í dalinn. Hann er alveg að fara á kaf hérna sunnan megin.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15
Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08