Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2021 11:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd/Júlíus Sigurjónsson Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Unnið er að raðgreiningu veirunnar sem greindist á skipinu en það mun liggja við bryggju næstu daga. Skipverjar verða í einangrun um borð. Hið svokallaða brasilíska afbrigði SARS-CoV-2 er talið vera meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en upphaflega afbrigðið. Þórólfur sagði sex hafa greinst með Covid-19 um helgina og þar af hefðu þrír verið utan sóttkvíar. Þessir þrír væru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu sömu fjölskyldu en ekki hefði verið unnt að rekja hvaða smitið kom. Hátt í 300 hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við þessi smit. Allir með einkenni í skimun! Aðspurður sagði Þórólfur yfirvöld hafa vitneskju um að smitaðir einstaklingar hefðu meðal annars mætt í fermingaveislur og verið úti á lífinu. Hann sagði blikur á lofti varðandi faraldurinn innanlands og það væri áhyggjuefni að innlögðum einstaklingum væri að fjölga. Hann sagði þrjá liggja inni eins og er en hann ætti von á að þeim myndi fjölga. Mynstrið sem væri að koma í ljós síðustu daga benti til þess að samfélagslegt smit væri að aukast og biðlaði Þórólfur til fólks um að fara í sýnatöku um leið og einkenna yrði vart og geyma það alls ekki. Slík hegðun gæti haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Sagði hann að ef aukning yrði myndi hann eflaust leggja til við ráðherra að herða aðgerðir. Hann teldi það þó ekki tímabært í dag. Smitum hefði einnig verið að fjölga á landamærunum og samfélagssmitin mætti rekja til þeirra. Hann væri með í smíðum nýjar tillögur um aðgerðir á landamærunum sem hann myndi skila til ráðherra á næstu dögum en vildi ekki tjá sig um að svo stöddu. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna sagðist Þórólfur meðal annars koma inn á aukið eftirlit með einstaklingum í sóttkví og útfærslu á því hvaða vottorð verða tekin gild. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að sinna persónubundnum smitvörnum og hvatti það enn og aftur til að fara samstundis í sýnatöku ef einkenna yrði vart og halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira
Unnið er að raðgreiningu veirunnar sem greindist á skipinu en það mun liggja við bryggju næstu daga. Skipverjar verða í einangrun um borð. Hið svokallaða brasilíska afbrigði SARS-CoV-2 er talið vera meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en upphaflega afbrigðið. Þórólfur sagði sex hafa greinst með Covid-19 um helgina og þar af hefðu þrír verið utan sóttkvíar. Þessir þrír væru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu sömu fjölskyldu en ekki hefði verið unnt að rekja hvaða smitið kom. Hátt í 300 hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við þessi smit. Allir með einkenni í skimun! Aðspurður sagði Þórólfur yfirvöld hafa vitneskju um að smitaðir einstaklingar hefðu meðal annars mætt í fermingaveislur og verið úti á lífinu. Hann sagði blikur á lofti varðandi faraldurinn innanlands og það væri áhyggjuefni að innlögðum einstaklingum væri að fjölga. Hann sagði þrjá liggja inni eins og er en hann ætti von á að þeim myndi fjölga. Mynstrið sem væri að koma í ljós síðustu daga benti til þess að samfélagslegt smit væri að aukast og biðlaði Þórólfur til fólks um að fara í sýnatöku um leið og einkenna yrði vart og geyma það alls ekki. Slík hegðun gæti haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Sagði hann að ef aukning yrði myndi hann eflaust leggja til við ráðherra að herða aðgerðir. Hann teldi það þó ekki tímabært í dag. Smitum hefði einnig verið að fjölga á landamærunum og samfélagssmitin mætti rekja til þeirra. Hann væri með í smíðum nýjar tillögur um aðgerðir á landamærunum sem hann myndi skila til ráðherra á næstu dögum en vildi ekki tjá sig um að svo stöddu. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna sagðist Þórólfur meðal annars koma inn á aukið eftirlit með einstaklingum í sóttkví og útfærslu á því hvaða vottorð verða tekin gild. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að sinna persónubundnum smitvörnum og hvatti það enn og aftur til að fara samstundis í sýnatöku ef einkenna yrði vart og halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira