Lífið

Daníel Ágúst í dúndrandi stuði í síðasta þætti Í kvöld er gigg

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Daníel Ágúst var í miklu stuði í síðasta þætti Í kvöld er gigg á föstudagskvöldið. 
Daníel Ágúst var í miklu stuði í síðasta þætti Í kvöld er gigg á föstudagskvöldið.  Skjáskot

Síðastur en alls ekki sístur. Sviðið hefur sjaldan eða aldrei verið eins vel nýtt og síðasta föstudagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst var gestur Ingó í síðasta þætti Í kvöld er gigg. 

Daníel til halds og trausts voru söngkonurnar Ágústa Ósk og Ragna Björg. Það eru fáir sem hafa tærnar þar sem Daníel Ágúst hefur hælana þegar kemur að sviðframkomu og hafa eflaust flestir fundið fyrir iðandi dansólgu í sófanum.

Hér sést þegar Daníel tekur lagið Ladyshave með hljómsveit sinni GusGus. Þetta er án efa eitt vinsælasta lag sem hljómsveitin hefur gefið frá sér en lagið kom út á smáskífu árið 1999.

Klippa: Ladyshave - Daníel Ágúst

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2+. 


Tengdar fréttir

Euro­vision-lag Daða frum­flutt form­lega

Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×