Lífið

Goðsögnin Pálmi Gunnarsson sló í gegn í þættinum Í kvöld er gigg

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Pálmi Gunnarsson, einn af okkar ástsælustu tónlistarmönnum var gestur Ingó síðasta föstudagskvöld. 
Pálmi Gunnarsson, einn af okkar ástsælustu tónlistarmönnum var gestur Ingó síðasta föstudagskvöld.  Skjáskot

Það var svo sannarlega glatt á hjalla í þættinum Í kvöld er gigg síðasta föstudagskvöld þegar sjálfur Pálmi Gunnarsson heiðraði gesti með nærveru sinni. 

Söngkonurnar Guðrún Árný og  Íris Lind voru einnig gestir Ingó þetta kvöld og er óhætt að segja að stemningin hafi verið hreint mögnuð. Meðal annars voru flutt vinsælustu lög Mannakorna og Brunaliðsins ásamt smellum frá Bítlunum og Stevie Wonder. 

Hér fyrir neðan má sjá Pálma í miklu stuði syngja eitt af sínum frægari lögum, lagið Þorparinn. 

Klippa: Þorparinn - Pálmi Gunnarsson

Ekki var hægt sleppa laginu sígilda eftir Jóhann G. Jóhannsson, Hvers vegna varstu ekki kyrr. 

Klippa: Hvers vegna varstu ekki kyrr? - Pálmi Gunnarsson

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti í kvöld er gigg á Stöð 2+. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.