Helsta áskorunin að bregðast við atvinnuleysi Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 18:26 Bjarni Benediktsson segir horfurnar hafa batnað til muna. Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir horfurnar hafa batnað og ástæða sé til aukinnar bjartsýni til framtíðar. Allir helstu vísar séu að þróast í rétta átt þessa stundina. Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu eftir kynningu á fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Hann segir núverandi áætlun vera uppfærslu á eldri áætlun þar sem skuldahlutföllin séu að lagast og útlit fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri. „Afkoman er að lagast heilmikið – yfir hundrað milljarða. Það vekur okkur bjartsýni inn til framtíðar. Þetta eykur líkurnar á því að við náum okkar markmiðum um að stöðva skuldasöfnunina,“ segir Bjarni. Kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum hafa verið mögulegar vegna þeirrar stöðu sem hafi verið byggð upp undanfarin ár. „Það er mjög merkilegt að kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður í gegnum árið í fyrra.“ Hann segir þó atvinnuleysið vera samfélagslegt vandamál en ríkisstjórnin hafi einnig gripið til aðgerða vegna þess. Hún hafi staðið með fyrirtækjum, lengt tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta og kynnt úrræði á borð við hlutabótaleiðina. „Nú erum við að opna fyrir frekari ráðningar beint af atvinnuleysisskrá. Það eru mjög kraftmiklar aðgerðir í gangi núna og hafa verið af hálfu þessarar ríkisstjórnar allan tímann, sem eru mælanlega að skila miklum árangri.“ Til lengri tíma litið sé þó stærsta áskorunin að bregðast við spám um aukið atvinnuleysi, en að mati Bjarna sé vænlegasta lausnin að skapa hvetjandi umhverfi. „Að standa með fyrirtækjum sem tímabundið standa í ströggli en eiga sér framtíðarvon, að gera eins og við höfum gert; setja peninga í fjárfestingu og inn í samkeppnissjóðina. Hvetja fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Standa með frumkvöðlum. Þetta skiptir allt máli því þarna er verið að sá fræjum til framtíðar sem munu skjóta rótum og vera grundvöllur að framtíðarverðmætasköpun.“ Klippa: Bjarni Benediktsson um nýja fjármálaáætlun Megináherslur ríkisstjórnarinnar endurspeglist í áætluninni Næsta ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar í haust er ekki bundin af þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa næstu ríkisstjórn segir Bjarni að áætlunin endurspeglaði megináherslur núverandi ríkisstjórnarinnar. „Að beita ríkisfjármálunum til þess að veita viðspyrnu en fara líka í fjárfestingu og standa með þeim sem ætla að skapa verðmæti á Íslandi í framtíðinni. Að huga síðan líka vel að nýtingu opinberra fjármuna, fara vel með opinbert fé og gera kröfu um aukna skilvirkni,“ segir Bjarni. „Þetta eru lykilþættir sem ég tel að muni varða veginn fram á við alveg eins og við erum nú þegar farin að sjá árangur í dag af þessum áherslum undanfarna mánuði og undanfarið ár.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu eftir kynningu á fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Hann segir núverandi áætlun vera uppfærslu á eldri áætlun þar sem skuldahlutföllin séu að lagast og útlit fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri. „Afkoman er að lagast heilmikið – yfir hundrað milljarða. Það vekur okkur bjartsýni inn til framtíðar. Þetta eykur líkurnar á því að við náum okkar markmiðum um að stöðva skuldasöfnunina,“ segir Bjarni. Kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum hafa verið mögulegar vegna þeirrar stöðu sem hafi verið byggð upp undanfarin ár. „Það er mjög merkilegt að kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður í gegnum árið í fyrra.“ Hann segir þó atvinnuleysið vera samfélagslegt vandamál en ríkisstjórnin hafi einnig gripið til aðgerða vegna þess. Hún hafi staðið með fyrirtækjum, lengt tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta og kynnt úrræði á borð við hlutabótaleiðina. „Nú erum við að opna fyrir frekari ráðningar beint af atvinnuleysisskrá. Það eru mjög kraftmiklar aðgerðir í gangi núna og hafa verið af hálfu þessarar ríkisstjórnar allan tímann, sem eru mælanlega að skila miklum árangri.“ Til lengri tíma litið sé þó stærsta áskorunin að bregðast við spám um aukið atvinnuleysi, en að mati Bjarna sé vænlegasta lausnin að skapa hvetjandi umhverfi. „Að standa með fyrirtækjum sem tímabundið standa í ströggli en eiga sér framtíðarvon, að gera eins og við höfum gert; setja peninga í fjárfestingu og inn í samkeppnissjóðina. Hvetja fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Standa með frumkvöðlum. Þetta skiptir allt máli því þarna er verið að sá fræjum til framtíðar sem munu skjóta rótum og vera grundvöllur að framtíðarverðmætasköpun.“ Klippa: Bjarni Benediktsson um nýja fjármálaáætlun Megináherslur ríkisstjórnarinnar endurspeglist í áætluninni Næsta ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar í haust er ekki bundin af þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa næstu ríkisstjórn segir Bjarni að áætlunin endurspeglaði megináherslur núverandi ríkisstjórnarinnar. „Að beita ríkisfjármálunum til þess að veita viðspyrnu en fara líka í fjárfestingu og standa með þeim sem ætla að skapa verðmæti á Íslandi í framtíðinni. Að huga síðan líka vel að nýtingu opinberra fjármuna, fara vel með opinbert fé og gera kröfu um aukna skilvirkni,“ segir Bjarni. „Þetta eru lykilþættir sem ég tel að muni varða veginn fram á við alveg eins og við erum nú þegar farin að sjá árangur í dag af þessum áherslum undanfarna mánuði og undanfarið ár.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira