500. landsleikurinn fram undan: Sá eini sem hefur spilað fyrir sautján ára afmælið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 15:30 Sigurður Jónsson lék með íslenska landsliðinu frá 1983 til 1999. Hér til hægri sést hann koma inn á sem varamaður á Laugardalsvellinum í júní 1983 en þetta er úrklippa af baksíðu Morgunblaðsins þar sem má sjá mynd Skapta Hallgrímssonar. Samsett/Getty&timarit.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar leik númer 500 í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og Vísir ætlar að skoða nokkur met landsliðsins í þessum fyrstu 499 leikjum. Skagamaðurinn Sigurður Jónsson er sá yngsti sem hefur spilað fyrir íslenska A-landsliðið. Sigurður Jónsson hefur átt metið yfir yngsta landsliðsmanninn í að verða 38 ár en hann lék sinn fyrsta A-landsleik á Laugardalsvellinum 5. júní 1983. Sigurður kom þá inn á sem varamaður fyrir Pétur Pétursson á 70. mínútu leiksins. Hann var aðeins sextán ára og rúmlega átta mánaða gamall og bætti þar tæplega ellefu ára met Ásgeirs Sigurvinssonar. „Ég fann ekkert fyrir þessu og var ekkert nervös fyrir leikinn eða þegar ég var látinn fara inn á. Ég átti ekki von á því að fá minn fyrsta A-landsleik svona snemma," sagði hann eftir leikinn. „En það var gaman að þessu og að fá að vera með i hópnum. Þetta eru allt fínir strákar og þeir studdu allir sem einn við bakið á mér í þessum leik mínum, sagði Sigurður Jónsson í samtali við DV eftir leikinn. Skjamynd/timarit.is/Morgunblaðið Hann setti ekki aðeins met hjá íslenska A-landsliðinu heldur var hann yngsti leikmaður í undankeppni EM. Sigurður hélt því meti þar til í september 2014 þegar Martin Ödegaard, núverandi leikmaður Arsenal, kom inn á hjá norska landsliðinu á móti Búlgaríu 30. september 2014 þegar hann var aðeins fimmtán ára og 300 daga gamall. Sigurður var meira en fimm mánuðum yngri en þáverandi methafi hjá íslenska landsliðinu. Ásgeir Sigurvinsson var sautján ára og næstum því tveggja mánaða þegar hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Dönum á Laugardalsvelli 3. júní 1972. Ásgeir kom þá inn á sem varamaður fyrir Hermann Gunnarsson á 41. mínútu leiksins. Ásgeir bætti þá átta ára gamalt met Eyleifs Hafsteinssonar um einn leik. Sigurður Jónsson spilaði sinn annan landsleik rúmum tveimur mánuðum síðar og var þá í byrjunarliði í vináttulandsleik á móti Svíum. Hann er líka sá yngsti sem hefur byrjað inn á í A-landsleik. Sigurður spilaði alls 65 A-landsleiki en sá síðasti var í september árið 1999. Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga HM 2022 í Katar Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Sigurður Jónsson hefur átt metið yfir yngsta landsliðsmanninn í að verða 38 ár en hann lék sinn fyrsta A-landsleik á Laugardalsvellinum 5. júní 1983. Sigurður kom þá inn á sem varamaður fyrir Pétur Pétursson á 70. mínútu leiksins. Hann var aðeins sextán ára og rúmlega átta mánaða gamall og bætti þar tæplega ellefu ára met Ásgeirs Sigurvinssonar. „Ég fann ekkert fyrir þessu og var ekkert nervös fyrir leikinn eða þegar ég var látinn fara inn á. Ég átti ekki von á því að fá minn fyrsta A-landsleik svona snemma," sagði hann eftir leikinn. „En það var gaman að þessu og að fá að vera með i hópnum. Þetta eru allt fínir strákar og þeir studdu allir sem einn við bakið á mér í þessum leik mínum, sagði Sigurður Jónsson í samtali við DV eftir leikinn. Skjamynd/timarit.is/Morgunblaðið Hann setti ekki aðeins met hjá íslenska A-landsliðinu heldur var hann yngsti leikmaður í undankeppni EM. Sigurður hélt því meti þar til í september 2014 þegar Martin Ödegaard, núverandi leikmaður Arsenal, kom inn á hjá norska landsliðinu á móti Búlgaríu 30. september 2014 þegar hann var aðeins fimmtán ára og 300 daga gamall. Sigurður var meira en fimm mánuðum yngri en þáverandi methafi hjá íslenska landsliðinu. Ásgeir Sigurvinsson var sautján ára og næstum því tveggja mánaða þegar hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Dönum á Laugardalsvelli 3. júní 1972. Ásgeir kom þá inn á sem varamaður fyrir Hermann Gunnarsson á 41. mínútu leiksins. Ásgeir bætti þá átta ára gamalt met Eyleifs Hafsteinssonar um einn leik. Sigurður Jónsson spilaði sinn annan landsleik rúmum tveimur mánuðum síðar og var þá í byrjunarliði í vináttulandsleik á móti Svíum. Hann er líka sá yngsti sem hefur byrjað inn á í A-landsleik. Sigurður spilaði alls 65 A-landsleiki en sá síðasti var í september árið 1999. Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga
Yngstu leikmenn Íslands frá upphafi: Sigurður Jónsson á móti Möltu 1983: 16 ára, 8 mánaða og 9 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Danmörku 1972: 17 ára, 1 mánaða og 25 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Skotlandi 1964: 17 ára, 1 mánaða og 26 daga Kári Árnason á móti Englandi 1961: 17 ára, 6 mánaða og 22 daga Eiður Smári Guðjohnsen á móti Eistlandi: 17 ára, 7 mánaða og 9 daga Ísak Bergmann Jóhannesson á móti Englandi 2020: 17 ára, 7 mánaða og 26 daga Ríkharður Jónsson á móti Noregi 1947: 17 ára, 8 mánaða og 12 daga Jóhann Berg Guðmundsson á móti Aserbaísjan 2008: 17 ára, 9 mánaða og 24 daga
HM 2022 í Katar Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira