Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Kolbeinn Tumi Daðason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. mars 2021 10:51 Daniel hefur verið í sjö ár á Íslandi og segist vera orðinn nokkuð vanur fjallamennsku. Vísir/Egill Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. „Þetta er líklega lengsta mögulega gönguleiðin. En ég lagði hér og fór í vænan göngutúr,“ segir Daniel. Almannavarnir höfðu mælt með því að leggja bílum sínum á þessum slóðum því þar væru bílastæði að finna. Flestir virðast þó hafa ekið að lokun á Suðurstrandarvegi, lagt úti í kanti og gengið styttri leið. Klippa: Var ekki týndur heldur gisti í Grindavík Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun um klukkan hálf níu vegna mannlauss bíls á þýskum númerum á þeim slóðum hvaðan fjöldi fólks lagði upp í göngu inn í Geldingadal í gær. Klukkustund síðar var leit hætt enda maðurinn kominn í leitirnar. Gerði hann lögreglu sjálfur grein fyrir því að hann væri eigandi bílsins. „Ég fór af stað um klukkan tólf og þetta tók um þrjá tíma,“ segir Daniel í samtali við Vísi um gönguna að gosstöðvunum. Jeppi Daniels sem björgunarsveitir tóku eftir í morgun.Vísir/Egill „Þetta var svo fallegt. Þetta er fyrsta virka eldgosið sem ég sé. Þetta var stórkostlegt,“ segir Daniel í samtali við Vísi. Hann segir hafa lagt bíl sínum og lagt upp í gönguferð. Eftir langan dag á gosstöðvunum kom hann niður nærri Grindavík og ákvað að finna sér gistingu. Svo vaknaði hann í morgun og heyrði af leit vegna bíls. Daniel var þreyttur eftir langan dag í gær og fann sér gistingu í Grindavík.Vísir/Egill „Ég taldi þetta geta verið minn bíl,“ segir Daniel. Klukkan hafi verið orðin margt í gær og hann því fundið sér gistingu. „Ég hugsaði að ég gæti sótt bílinn nú í morgun. Svo heyrði ég af rýmingu, hugsaði um bílinn og hafði samband við lögreglu.“ Hann hefur búið hér á landi frá 2014, starfað sem leiðsögumaður meðal annars og vanur útivist og fjallgöngum. Hann sé þó alltaf að læra. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Þetta er líklega lengsta mögulega gönguleiðin. En ég lagði hér og fór í vænan göngutúr,“ segir Daniel. Almannavarnir höfðu mælt með því að leggja bílum sínum á þessum slóðum því þar væru bílastæði að finna. Flestir virðast þó hafa ekið að lokun á Suðurstrandarvegi, lagt úti í kanti og gengið styttri leið. Klippa: Var ekki týndur heldur gisti í Grindavík Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun um klukkan hálf níu vegna mannlauss bíls á þýskum númerum á þeim slóðum hvaðan fjöldi fólks lagði upp í göngu inn í Geldingadal í gær. Klukkustund síðar var leit hætt enda maðurinn kominn í leitirnar. Gerði hann lögreglu sjálfur grein fyrir því að hann væri eigandi bílsins. „Ég fór af stað um klukkan tólf og þetta tók um þrjá tíma,“ segir Daniel í samtali við Vísi um gönguna að gosstöðvunum. Jeppi Daniels sem björgunarsveitir tóku eftir í morgun.Vísir/Egill „Þetta var svo fallegt. Þetta er fyrsta virka eldgosið sem ég sé. Þetta var stórkostlegt,“ segir Daniel í samtali við Vísi. Hann segir hafa lagt bíl sínum og lagt upp í gönguferð. Eftir langan dag á gosstöðvunum kom hann niður nærri Grindavík og ákvað að finna sér gistingu. Svo vaknaði hann í morgun og heyrði af leit vegna bíls. Daniel var þreyttur eftir langan dag í gær og fann sér gistingu í Grindavík.Vísir/Egill „Ég taldi þetta geta verið minn bíl,“ segir Daniel. Klukkan hafi verið orðin margt í gær og hann því fundið sér gistingu. „Ég hugsaði að ég gæti sótt bílinn nú í morgun. Svo heyrði ég af rýmingu, hugsaði um bílinn og hafði samband við lögreglu.“ Hann hefur búið hér á landi frá 2014, starfað sem leiðsögumaður meðal annars og vanur útivist og fjallgöngum. Hann sé þó alltaf að læra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira