Innlent

Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví

Atli Ísleifsson skrifar
Nemendurnir sem hafa verið sendir í sóttkví eru í sjötta árgangi.
Nemendurnir sem hafa verið sendir í sóttkví eru í sjötta árgangi. Reykjavíkurborg

Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær.

Þetta staðfestir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. Um er að ræða kennara sem kennir í sjötta bekk skólans og eru nemendurnir sem hafa verið sendir í sóttkví í fjórum bekkjum í þeim árgangi.

Björn segir að umræddur kennari hafi ekki verið í vinnu síðan á þriðjudaginn. Um öryggisráðstöfun sé að ræða og verði nemendur í sóttkví í dag og boðaðir í sýnatöku í dag eða á morgun.

Björn segir að skólinn hafi verið í nánum samskiptum við smitrakningarteymið og að verið sé að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að nokkur smit hefðu greinst innanlands um helgina og þau hefðu ekki verið öll í sóttkví. Leikmaður Fylkis í Pepsi-deild karla er meðal smitaðra og eru liðsfélagar hans og Stjörnunnar í sóttkví eftir að liðin mættust í Lengjubikarnum um helgina.

Að neðan má heyra Þórólf fara yfir stöðu mála í Bítinu í morgun.


Tengdar fréttir

Nokkur innanlandssmit um helgina og ekki allir í sóttkví

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að nokkrir hefðu greinst með kórónuveiruna innanlands um helgina en endanleg tala lægi ekki fyrir. Á meðal þeirra sem hafa greinst með veiruna eru kennari í Laugarnesskóla og leikmaður Fylkis í meistaraflokki karla í fótbolta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.