Nokkur innanlandssmit um helgina og ekki allir í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 07:59 Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að nokkrir hefðu greinst með kórónuveiruna innanlands um helgina en endanleg tala lægi ekki fyrir. Á meðal þeirra sem hafa greinst með veiruna eru kennari í Laugarnesskóla og leikmaður Fylkis í meistaraflokki karla í fótbolta. Þórólfur sagði að ekki hefðu allir sem greindust um helgina verið í sóttkví og smitin tengjast ekki öll. Það sé því greinilegt að það sé eitthvað innanlandssmit í gangi sem sé að koma fram. Þá hafa þrír verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé eitthvað komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna,“ sagði Þórólfur. Hann sagði spurninguna núna vera þá hvernig þessi smit sem greindust um helgina kæmu út og hvernig framhaldið verður næstu daga. Þá væri spurning hvort það þurfi eitthvað að breyta samkomutakmörkunum. Aðspurður hvað almenningur gæti gert til að halda veirunni niðri sagði Þórólfur að við þyrftum að vanda okkur. „Þótt við séum með ákveðin mörk fyrir hópamyndanir þá er ekki þar með sagt að við þurfum að vera í fimmtíu manna hópum eða með 200 manns,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á einstaklingsbundnu sóttvarnirnar eins og grímunotkun og handþvott. „Það er bara þannig að um leið og þetta fer að ganga vel þá bara ósjálfrátt fara hópar að slaka á og maður sér að það þarf ekki mikið til. Það þarf bara einn einstakling sem er með einkenni í einhverja daga og fer ekki í skimun og fer víða, og fólk fer ótrúlega víða.“ Greint var frá því fyrr í morgun að leikmaður meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu karla hefði greinst með veiruna um helgina og að leikmannahópurinn væri því kominn í sóttkví. Þórólfur var spurður út í þessar fréttir og sagði að þetta gæti alveg verið í tengslum við smit sem kom upp um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þórólfur sagði að ekki hefðu allir sem greindust um helgina verið í sóttkví og smitin tengjast ekki öll. Það sé því greinilegt að það sé eitthvað innanlandssmit í gangi sem sé að koma fram. Þá hafa þrír verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé eitthvað komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna,“ sagði Þórólfur. Hann sagði spurninguna núna vera þá hvernig þessi smit sem greindust um helgina kæmu út og hvernig framhaldið verður næstu daga. Þá væri spurning hvort það þurfi eitthvað að breyta samkomutakmörkunum. Aðspurður hvað almenningur gæti gert til að halda veirunni niðri sagði Þórólfur að við þyrftum að vanda okkur. „Þótt við séum með ákveðin mörk fyrir hópamyndanir þá er ekki þar með sagt að við þurfum að vera í fimmtíu manna hópum eða með 200 manns,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á einstaklingsbundnu sóttvarnirnar eins og grímunotkun og handþvott. „Það er bara þannig að um leið og þetta fer að ganga vel þá bara ósjálfrátt fara hópar að slaka á og maður sér að það þarf ekki mikið til. Það þarf bara einn einstakling sem er með einkenni í einhverja daga og fer ekki í skimun og fer víða, og fólk fer ótrúlega víða.“ Greint var frá því fyrr í morgun að leikmaður meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu karla hefði greinst með veiruna um helgina og að leikmannahópurinn væri því kominn í sóttkví. Þórólfur var spurður út í þessar fréttir og sagði að þetta gæti alveg verið í tengslum við smit sem kom upp um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira