Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 21. mars 2021 14:17 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við gosstöðvarnar í dag. Landhelgisgæslan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. „Ég hlakka til. Þetta er mikið sjónarspil og þetta er sögulegt gos. Það gaus síðast á Reykjanesskaga fyrir um átta öldum og þá átti Snorri Sturluson Bessastaði, eða það var um það leyti,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu rétt áður en hann lagði af stað í loftið í morgun. Hvetur fólk til að sýna skynsemi og aðgát „Bara það að það sé farið að gjósa á þessum slóðum er sögulegt á sinn hátt og við vonum öll að gosið valdi ekki usla og að þetta sé ekki fyrsta gosið í langri hrinu eldsumbrota á þessum stað en við vitum það ekki núna,“ segir Guðni. Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.Landhelgisgæslan „Það er brýnt að jarðfræðingar og aðrir leitist núna við að kanna stöðuna og ég held að það sé líka afar brýnt að þeir sem vilja sjá þetta sjónarspil fari að öllu með gát. Gangan að gosstöðvunum úr byggð er einungis á færi vans útivistarfólks þannig að ég bið alla að sýna skynsemi og fyllstu aðgát.“ Hann kveðst hafa fylgst grannt með gangi mála frá því gos hófst. „Við höfum auðvitað fylgst með og ég man að þegar gosið hófst sáum við frá Bessastöðum óljósan rósrauðan bjarma á himni. Og við höfum auðvitað fundið fyrir skjálftunum þó að það sé auðvitað ekkert í líkingu við það sem Grindvíkingar og aðrir í grennd þurftu að þola,“ segir Guðni. Forsetinn veitti viðtöl áður en haldið var af stað.Vísir/Elísabet Raunveruleikinn vonandi rólegri en skáldskapurinn „Við búum á eldfjallaeyju, við búum á landi þar sem náttúran sýnir okkur sinn ægimátt með reglulegu millibili. Við þurfum að virða hana. Við þurfum að lifa í sátt við náttúruna og við þurfum að átta okkur á þessum ógnaröflum sem þarna eru að leysast úr læðingi og vona að allt fari nú vel,“ segir Guðni. Aðspurður segist forsetinn ekki áður hafa farið svo lálægt eldgosi. „Ég er fullur tilhlökkunar að því leytinu til. Þetta verður ægilegt sjónarspil. Ég er byrjaður að lesa Eldana eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur þar sem að svona hamförum er lýst og vona að raunveruleikinn verði nú ögn rólegri en skáldskapurinn. Ég vona líka að næst þegar Sigríður Hagalín skrifar einhverja bók að þá heiti hún bara „Endalaus hamingja,“ sagði forsetinn léttur í bragði, en skáldsögur Sigríðar Hagalín hafa einmitt vakið nokkra athygli að undanförnu enda fjalla tvær þeirra annars vegar um jarðhræringar og hins vegar um heimsfaraldur. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flaug yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag.Landhelgisgæslan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Forseti Íslands Bókmenntir Landhelgisgæslan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
„Ég hlakka til. Þetta er mikið sjónarspil og þetta er sögulegt gos. Það gaus síðast á Reykjanesskaga fyrir um átta öldum og þá átti Snorri Sturluson Bessastaði, eða það var um það leyti,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu rétt áður en hann lagði af stað í loftið í morgun. Hvetur fólk til að sýna skynsemi og aðgát „Bara það að það sé farið að gjósa á þessum slóðum er sögulegt á sinn hátt og við vonum öll að gosið valdi ekki usla og að þetta sé ekki fyrsta gosið í langri hrinu eldsumbrota á þessum stað en við vitum það ekki núna,“ segir Guðni. Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.Landhelgisgæslan „Það er brýnt að jarðfræðingar og aðrir leitist núna við að kanna stöðuna og ég held að það sé líka afar brýnt að þeir sem vilja sjá þetta sjónarspil fari að öllu með gát. Gangan að gosstöðvunum úr byggð er einungis á færi vans útivistarfólks þannig að ég bið alla að sýna skynsemi og fyllstu aðgát.“ Hann kveðst hafa fylgst grannt með gangi mála frá því gos hófst. „Við höfum auðvitað fylgst með og ég man að þegar gosið hófst sáum við frá Bessastöðum óljósan rósrauðan bjarma á himni. Og við höfum auðvitað fundið fyrir skjálftunum þó að það sé auðvitað ekkert í líkingu við það sem Grindvíkingar og aðrir í grennd þurftu að þola,“ segir Guðni. Forsetinn veitti viðtöl áður en haldið var af stað.Vísir/Elísabet Raunveruleikinn vonandi rólegri en skáldskapurinn „Við búum á eldfjallaeyju, við búum á landi þar sem náttúran sýnir okkur sinn ægimátt með reglulegu millibili. Við þurfum að virða hana. Við þurfum að lifa í sátt við náttúruna og við þurfum að átta okkur á þessum ógnaröflum sem þarna eru að leysast úr læðingi og vona að allt fari nú vel,“ segir Guðni. Aðspurður segist forsetinn ekki áður hafa farið svo lálægt eldgosi. „Ég er fullur tilhlökkunar að því leytinu til. Þetta verður ægilegt sjónarspil. Ég er byrjaður að lesa Eldana eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur þar sem að svona hamförum er lýst og vona að raunveruleikinn verði nú ögn rólegri en skáldskapurinn. Ég vona líka að næst þegar Sigríður Hagalín skrifar einhverja bók að þá heiti hún bara „Endalaus hamingja,“ sagði forsetinn léttur í bragði, en skáldsögur Sigríðar Hagalín hafa einmitt vakið nokkra athygli að undanförnu enda fjalla tvær þeirra annars vegar um jarðhræringar og hins vegar um heimsfaraldur. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flaug yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag.Landhelgisgæslan
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Forseti Íslands Bókmenntir Landhelgisgæslan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira