Lítið en mikilfenglegt „túristagos“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2021 19:43 Gosið er sannarlega stórkostlegt sjónarspil. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadal hefur nú staðið í næstum sólahring. Þetta er lítið gos en mikilfenglegt engu að síður, segja þeir sem hafa séð það með eigin augum. Fögur gígaröð er að mótast í gosinu, sem kann að vera það fyrsta af mörgum. Gosið hefur verið kallað „túristagos“ og margir freistað þess að leggja leið sína að hraunstreyminu. Vísindaráð Almannavarna hefur hins vegar varað fólk við að fara of nálægt og mælist til þess að fólk virði gosstöðvarnar fyrir sér af hæðunum í kringum dalinn. Ráðið hefur meðal annars varað við því að nýjar sprungur kunna að geta opnast í nágrenninu og þá geti hröð og skyndileg framhjáhlaup orðið þar sem hrauntungurnar brjótast fram. Lífshættulegar gastegundir geti einnig safnast í dældir og orðið mönnum að bana. Sjá: Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Lokað er fyrir umferð að svæðinu en fólki hleypt þangað fótgangandi og eru dæmi um að það sé að leggja af stað illa undirbúið, jafnvel í gallabuxum og á strigaskóm. Páll Einarsson, einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins, segir að gosið í Geldingadal sé til marks um að nýtt kvikuskeið sé runnið upp á Reykjanesinu. Umbrotið minni á upphaf Kröfluelda og það sé óhætt að gera ráð fyrir fleiri eldgosum á svæðinu í náinni framtíð. „Þetta er semsagt staðfesting á því að sennilega erum við að ganga inn í nýtt kvikuskeið,“ segir Páll en Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem stóð yfir á árunum 1975 til 1984 en tímabilið hófst með örlitlu gosi líkt og því sem nú sést í Geldingadal. Sjá: Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Hér fyrir neðan má finna hlekki á helstu upplýsingar: Almannavarnir Veðurstofa Íslands Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
Gosið hefur verið kallað „túristagos“ og margir freistað þess að leggja leið sína að hraunstreyminu. Vísindaráð Almannavarna hefur hins vegar varað fólk við að fara of nálægt og mælist til þess að fólk virði gosstöðvarnar fyrir sér af hæðunum í kringum dalinn. Ráðið hefur meðal annars varað við því að nýjar sprungur kunna að geta opnast í nágrenninu og þá geti hröð og skyndileg framhjáhlaup orðið þar sem hrauntungurnar brjótast fram. Lífshættulegar gastegundir geti einnig safnast í dældir og orðið mönnum að bana. Sjá: Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Lokað er fyrir umferð að svæðinu en fólki hleypt þangað fótgangandi og eru dæmi um að það sé að leggja af stað illa undirbúið, jafnvel í gallabuxum og á strigaskóm. Páll Einarsson, einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins, segir að gosið í Geldingadal sé til marks um að nýtt kvikuskeið sé runnið upp á Reykjanesinu. Umbrotið minni á upphaf Kröfluelda og það sé óhætt að gera ráð fyrir fleiri eldgosum á svæðinu í náinni framtíð. „Þetta er semsagt staðfesting á því að sennilega erum við að ganga inn í nýtt kvikuskeið,“ segir Páll en Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem stóð yfir á árunum 1975 til 1984 en tímabilið hófst með örlitlu gosi líkt og því sem nú sést í Geldingadal. Sjá: Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Hér fyrir neðan má finna hlekki á helstu upplýsingar: Almannavarnir Veðurstofa Íslands Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira