Innlent

Svona var upp­lýsinga­fundurinn vegna eld­gossins í Geldinga­dal

Samúel Karl Ólason skrifar
162841845_10223615846317723_3994569439776951075_n
Vísir/Elísabet.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands munu halda upplýsingafund klukkan tvö í dag. Þar verður sagt frá stöðu mála varðandi eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi.

Á fundinum munu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, fara yfir stöðu mála vegna eldgossins sem hófst í gærkvöldi. Kristín Jónsdóttir, frá Veðurstofu íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, frá Háskóla Íslands, munu einnig vera á fundinum.

Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi og fjallað um hann í vaktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×