Börsungar niðurlægðu Sociedad á útivelli

Tvenna frá þessum í kvöld.
Tvenna frá þessum í kvöld. vísir/getty

Fátt fær stöðvað Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta þessa dagana og Real Sociedad reyndist þeim engin fyrirstaða í síðasta leik helgarinnar.

Antoine Griezmann opnaði markaveisluna á sínum gamla heimavelli þegar hann kom Barcelona í forystu eftir rúmlega hálftíma leik. Sergino Dest tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé.

Í síðari hálfleik settu Börsungar svo í fluggírinn. Dest skoraði sitt annað mark á 53.mínútu og skömmu síðar kom Lionel Messi sér á blað þegar hann skoraði fjórða mark Barcelona

0-4 varð 0-5 þegar Ousmane Dembele skoraði á 70.mínútu en Ander Barrenetxea klóraði í bakkann fyrir heimamenn áður en Messi skoraði annað mark sitt og innsiglaði 1-6 stórsigur Barcelona.

Barcelona nú fjórum stigum á eftir toppliði Atletico Madrid.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira