Forsætisráðherra segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af litakóðunarkerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2021 12:39 Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sátu fyrir svörum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Staðreyndin er sú að jafnvel þótt nýtt litakóðunarkerfi tæki gildi í dag er staðan í Evrópu þannig að allir þyrftu að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna hingað til lands og framvísa neikvæðu PCR-prófi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í morgun, spurð um spurningar sem hafa vaknað um kerfið. Litakóðununarkerfið mun taka gildi 1. maí næstkomandi og felur í sér að þeir sem koma frá ríkjum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví, heldur nægir að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun við komun til landsins. Fái fólk neikvætt svar úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af kerfinu er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en Katrín segir stjórnvöld eiga eftir að funda með sóttvarnayfirvöldum til að útfæra ýmis atriði, til að mynda hvað eigi að gera þegar svæði innan ríkja eru flokkuð með mismunandi hætti, það er að segja eitt grænt en annað rautt, svo dæmi sé nefnt. Þá þurfi að skoða hvernig tryggja megi að fólk sé að segja satt um það hvaðan það er að koma. Í skoðun hvaða vottorð verða tekin gild Katrín segir stjórnvöld hafa stigið varlega til jarðar varðandi aðgerðir á landamærunum. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að breyttar aðstæður, til dæmis hvað varðar faraldurinn og bólusetningar hérlendis, gætu haft áhrif á tímasetninguna 1. maí, segist hún hafa meiri áhyggjur af nýjum afbrigðum. Vel komi til greina að fjölga starfsmönnum í landamæraeftirlitinu í Keflavík. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að nýja litakóðunarkerfið verði til þess að fólk streymi til landsins, þar sem aðstæður erlendis séu með þeim hætti að núgildandi takmarkanir giltu hvort eð er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var eftir ríkisstjórnarfundinn spurð út í ákvörðunina um að taka gild bólusetningarvottorð utan Schengen. Sagði hún lagt upp með að treysta bólusetningarferlinu og vottorðunum og að láta sömu reglur gilda um Bretland og Þýskaland, til dæmis. Reglurnar taka gildi í lok næstu viku en ráðherra sagði verið að útfæra hvaða vottorð nákvæmlega yrðu gild. Það væri verkefni sóttvarnalæknis en líklega yrði miðað við bólusetningar með bóluefnum sem hefðu verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í morgun, spurð um spurningar sem hafa vaknað um kerfið. Litakóðununarkerfið mun taka gildi 1. maí næstkomandi og felur í sér að þeir sem koma frá ríkjum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun og sóttkví, heldur nægir að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun við komun til landsins. Fái fólk neikvætt svar úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir áhyggjum af kerfinu er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en Katrín segir stjórnvöld eiga eftir að funda með sóttvarnayfirvöldum til að útfæra ýmis atriði, til að mynda hvað eigi að gera þegar svæði innan ríkja eru flokkuð með mismunandi hætti, það er að segja eitt grænt en annað rautt, svo dæmi sé nefnt. Þá þurfi að skoða hvernig tryggja megi að fólk sé að segja satt um það hvaðan það er að koma. Í skoðun hvaða vottorð verða tekin gild Katrín segir stjórnvöld hafa stigið varlega til jarðar varðandi aðgerðir á landamærunum. Spurð að því hvort hún sjái fyrir sér að breyttar aðstæður, til dæmis hvað varðar faraldurinn og bólusetningar hérlendis, gætu haft áhrif á tímasetninguna 1. maí, segist hún hafa meiri áhyggjur af nýjum afbrigðum. Vel komi til greina að fjölga starfsmönnum í landamæraeftirlitinu í Keflavík. Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að nýja litakóðunarkerfið verði til þess að fólk streymi til landsins, þar sem aðstæður erlendis séu með þeim hætti að núgildandi takmarkanir giltu hvort eð er. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var eftir ríkisstjórnarfundinn spurð út í ákvörðunina um að taka gild bólusetningarvottorð utan Schengen. Sagði hún lagt upp með að treysta bólusetningarferlinu og vottorðunum og að láta sömu reglur gilda um Bretland og Þýskaland, til dæmis. Reglurnar taka gildi í lok næstu viku en ráðherra sagði verið að útfæra hvaða vottorð nákvæmlega yrðu gild. Það væri verkefni sóttvarnalæknis en líklega yrði miðað við bólusetningar með bóluefnum sem hefðu verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04
Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. 19. mars 2021 07:59