Innlent

Bein út­­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum greinum við frá nýjustu vendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn en í dag tóku nýjar sóttvarnareglur gildi. 

Sóttvarnalæknir reiknar með að byrjað verði að bólusetja með AstraZeneca bóluefninu á ný um leið og grænt ljós komi frá Lyfjastofnun Evrópu og Íslands. Þá hefur rakningarappið verið uppfært og á að vera nákvæmara en áður.

Við förum yfir stöðuna í Fossvogsskóla þar sem skólayfirvöld í borginni hafa ákveðið að hætta kennslu og verður nýtt húsnæði fundið fyrir nemendur um helgina. Þá heyrum við í fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar sem vilja sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar í loftlagsmálum enda hafi þær áhrif á störf þúsundir launafólks. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×