„Að sjálfsögðu dreymir okkur um að komast upp úr riðlinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2021 15:41 Davíð Snorri Jónasson verður annar þjálfarinn til að stýra Íslandi á EM U-21 árs landsliða. vísir/vilhelm Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, segir að valið á lokahópnum fyrir EM hafi verið krefjandi. Hann hefði auðvitað kosið að vita hvaða leikmönnum hann hefur úr að spila en tekur óvissunni með jafnaðargeði. Íslenska liðið dreymir um að komast í átta liða úrslit á EM. „Þetta var erfitt val. Við eigum marga efnilega leikmenn en þurftum að velja 23,“ sagði Davíð í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. Eða endanlega tilkynntur öllu heldur því hópurinn birtist á heimasíðu UEFA á þriðjudaginn sem kom aftan að KSÍ. Hópur U21 karla fyrir lokakeppni EM 2021 sem fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu.Ísland mætir þar Rússlandi, Danmörku og Frakklandi, en allir leikir liðsins fara fram í Györ og verða í beinni útsendingu á RÚV.Our U21 men's squad for the EURO 2021.#fyririsland pic.twitter.com/16WyfQJdrC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 18, 2021 Svo gæti farið að einhverjir leikmenn úr U-21 árs liðinu yrðu kallaðir upp í A-landsliðið vegna óvissu með hvort þeir leikmenn sem leika á Englandi fái að koma til Þýskalands þar sem fyrsti leikur A-landsliðsins í undankeppni HM 2022 fer fram. Veit ekki hvenær lokasvarið berst „Það er enn óvissa en þetta hafa verið óvissutímar nokkuð lengi svo við erum vanir að vinna við þær aðstæður. Við búum bara til möguleika eitt og tvö og reynum að vinna úr því þegar við vitum endanlega niðurstöðu,“ sagði Davíð. Hann bætti við að hann viti ekki hvenær það liggi endanlega fyrir hvaða leikmenn hann getur notað á EM. „Ég veit það ekki ennþá. Það er verið að bíða eftir svörum og það er ekki á mínu borði en vonandi kemur það sem fyrst.“ Alfons Sampsted, leikjahæsti leikmaður í sögu U-21 árs landsliðsins, verður ekki með á EM.vísir/vilhelm Í A-landsliðshópnum sem var tilkynntur í gær eru aðeins tveir leikmenn sem hefðu getað spilað á EM U-21 árs liða, þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Annars eru allir okkar bestu leikmenn fæddir 1998 og síðar í EM-hópnum. „A-landsliðið er í forgrunni og þetta var niðurstaðan okkar þannig að við erum mjög sáttir,“ sagði Davíð. Hugsa vel um álagsstýringu Leikir íslenska liðsins í riðlakeppninni á EM fara fram á aðeins viku og því verður álagið talsvert. „Það er snúið eins og í A-landsliðinu, að fara í þriggja leikja seríu með tvo daga á milli. Það þarf að hugsa vel um álagsstýringu og við höfum verið í samstarfi við félög og erum enn að fá upplýsingar um hvernig ástandi leikmennirnir eru í,“ sagði Davíð. Ætla að nýta dagana þrjá eins vel og mögulegt er Undirbúningurinn fyrir EM er mjög knappur. Allt íslenska liðið verður samankomið í Györ á mánudaginn og fyrsti leikurinn á mótinu er svo á fimmtudaginn. „Við æfum á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Það þarf að nýta þær og fundina vel. Við höfum þrjá daga, þannig er staðan og við þurfum að nýta þá mjög vel og undirbúa okkur þannig,“ sagði Davíð. Hinn sautján ára Ísak Bergmann Jóhannesson er í EM-hópnum.vísir/vilhelm Íslendinga bíður erfitt verkefni í Györ en þeir eru með Rússum, Dönum og Frökkum í riðli. Öll þessi lið unnu sína riðla í undankeppninni og í franska hópnum eru leikmenn sem hafa spilað í Meistaradeild Evrópu. Dreymir um fleiri leiki Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í útsláttarkeppnina sem fer fram um mánaðarmótin maí-júní. Þangað langar íslenska liðið að fara. „Okkur dreymir að sjálfsögðu um fleiri leiki saman því það er í boði. En á sama tíma þurfum við að minna okkur á litlu markmiðin sem eru að sýna styrkleikana okkar og undirbúa okkur ótrúlega vel. Það eru kannski fyrstu markmiðin sem við þurfum að vinna með en að sjálfsögðu dreymir okkur um að komast upp úr riðlinum,“ sagði Davíð. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Sami hópur hjá Davíð Snorra og birtist á heimasíðu UEFA Davíð Snorri Jónasson, þjálfari 21 árs landsliðsins, opinberaði í dag hópinn sinn fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Þetta voru samt gamlar fréttir því UEFA birti hópinn á heimasíðu sinni á þriðjudaginn. 18. mars 2021 13:10 EM-hópurinn tilkynntur: Jón Dagur verður fyrirliði í Györ Davíð Snorri Jónasson kynnti EM-hóp U21-landsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 18. mars 2021 12:46 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
„Þetta var erfitt val. Við eigum marga efnilega leikmenn en þurftum að velja 23,“ sagði Davíð í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. Eða endanlega tilkynntur öllu heldur því hópurinn birtist á heimasíðu UEFA á þriðjudaginn sem kom aftan að KSÍ. Hópur U21 karla fyrir lokakeppni EM 2021 sem fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu.Ísland mætir þar Rússlandi, Danmörku og Frakklandi, en allir leikir liðsins fara fram í Györ og verða í beinni útsendingu á RÚV.Our U21 men's squad for the EURO 2021.#fyririsland pic.twitter.com/16WyfQJdrC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 18, 2021 Svo gæti farið að einhverjir leikmenn úr U-21 árs liðinu yrðu kallaðir upp í A-landsliðið vegna óvissu með hvort þeir leikmenn sem leika á Englandi fái að koma til Þýskalands þar sem fyrsti leikur A-landsliðsins í undankeppni HM 2022 fer fram. Veit ekki hvenær lokasvarið berst „Það er enn óvissa en þetta hafa verið óvissutímar nokkuð lengi svo við erum vanir að vinna við þær aðstæður. Við búum bara til möguleika eitt og tvö og reynum að vinna úr því þegar við vitum endanlega niðurstöðu,“ sagði Davíð. Hann bætti við að hann viti ekki hvenær það liggi endanlega fyrir hvaða leikmenn hann getur notað á EM. „Ég veit það ekki ennþá. Það er verið að bíða eftir svörum og það er ekki á mínu borði en vonandi kemur það sem fyrst.“ Alfons Sampsted, leikjahæsti leikmaður í sögu U-21 árs landsliðsins, verður ekki með á EM.vísir/vilhelm Í A-landsliðshópnum sem var tilkynntur í gær eru aðeins tveir leikmenn sem hefðu getað spilað á EM U-21 árs liða, þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Annars eru allir okkar bestu leikmenn fæddir 1998 og síðar í EM-hópnum. „A-landsliðið er í forgrunni og þetta var niðurstaðan okkar þannig að við erum mjög sáttir,“ sagði Davíð. Hugsa vel um álagsstýringu Leikir íslenska liðsins í riðlakeppninni á EM fara fram á aðeins viku og því verður álagið talsvert. „Það er snúið eins og í A-landsliðinu, að fara í þriggja leikja seríu með tvo daga á milli. Það þarf að hugsa vel um álagsstýringu og við höfum verið í samstarfi við félög og erum enn að fá upplýsingar um hvernig ástandi leikmennirnir eru í,“ sagði Davíð. Ætla að nýta dagana þrjá eins vel og mögulegt er Undirbúningurinn fyrir EM er mjög knappur. Allt íslenska liðið verður samankomið í Györ á mánudaginn og fyrsti leikurinn á mótinu er svo á fimmtudaginn. „Við æfum á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Það þarf að nýta þær og fundina vel. Við höfum þrjá daga, þannig er staðan og við þurfum að nýta þá mjög vel og undirbúa okkur þannig,“ sagði Davíð. Hinn sautján ára Ísak Bergmann Jóhannesson er í EM-hópnum.vísir/vilhelm Íslendinga bíður erfitt verkefni í Györ en þeir eru með Rússum, Dönum og Frökkum í riðli. Öll þessi lið unnu sína riðla í undankeppninni og í franska hópnum eru leikmenn sem hafa spilað í Meistaradeild Evrópu. Dreymir um fleiri leiki Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í útsláttarkeppnina sem fer fram um mánaðarmótin maí-júní. Þangað langar íslenska liðið að fara. „Okkur dreymir að sjálfsögðu um fleiri leiki saman því það er í boði. En á sama tíma þurfum við að minna okkur á litlu markmiðin sem eru að sýna styrkleikana okkar og undirbúa okkur ótrúlega vel. Það eru kannski fyrstu markmiðin sem við þurfum að vinna með en að sjálfsögðu dreymir okkur um að komast upp úr riðlinum,“ sagði Davíð.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Sami hópur hjá Davíð Snorra og birtist á heimasíðu UEFA Davíð Snorri Jónasson, þjálfari 21 árs landsliðsins, opinberaði í dag hópinn sinn fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Þetta voru samt gamlar fréttir því UEFA birti hópinn á heimasíðu sinni á þriðjudaginn. 18. mars 2021 13:10 EM-hópurinn tilkynntur: Jón Dagur verður fyrirliði í Györ Davíð Snorri Jónasson kynnti EM-hóp U21-landsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 18. mars 2021 12:46 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Sami hópur hjá Davíð Snorra og birtist á heimasíðu UEFA Davíð Snorri Jónasson, þjálfari 21 árs landsliðsins, opinberaði í dag hópinn sinn fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Þetta voru samt gamlar fréttir því UEFA birti hópinn á heimasíðu sinni á þriðjudaginn. 18. mars 2021 13:10
EM-hópurinn tilkynntur: Jón Dagur verður fyrirliði í Györ Davíð Snorri Jónasson kynnti EM-hóp U21-landsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 18. mars 2021 12:46