„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2021 13:04 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af boðuðum afléttingum á takmörkunum á landamærunum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Litakóðunarkerfið mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Nóg verður að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun á landamærunum hér. Fái fólk neikvætt úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að hópur á vegum stjórnvalda væri nú að vinna að framtíðarfyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí, meðal annars með tilliti til þess hvernig framkvæmdin verður. Engu að síður ætlar Þórólfur að skila tillögum sínum að fyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí burtséð frá litakóðunarkerfinu. „Hvað mig varðar sem sóttvarnalækni þá ber mér samkvæmt lögum eftir sem áður að koma með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag á landamærunum frá 1. Maí, eins og ég hef gert fram að þessu. Ég hef sagt það hvað mig áhrærir þá finnst mér ekki tímabært að tjá mig um það núna, það verður að fara eftir því hvernig staðan verður þegar nær dregur. Þannig að ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi eða mínum skoðunum eða tillögum hvað það varðar. En ég hef ekkert við það að athuga að stjórnvöld séu að marka sér stefnu í þessu, mér finnst það bara mjög eðlilegt,“ sagði Þórólfur. Þá viðraði hann einnig nokkrar áhyggjur af þeirri ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að opna ytri landamæri Schengen, það er að afnema bann við tilefnislausum ferðum hingað til lands frá löndum utan Schengen að því gefnu að fólk geti framvísað bóluefnavottorði eða vottorði um að vera með mótefni gegn Covid-19. Þórólfur tók fram að hann hefði ekki komið að þessari ákvörðun ráðherrans en reglugerðin varðandi þetta hefur ekki tekið gildi. „Ég segi nokkuð hreinskilið að ég get séð ýmsa hluti sem ég hef áhyggjur af þar. Í fyrsta lagi ef það yrði mjög mikil ásókn í að koma að við myndum hreinlega ekki anna þessari vinnu sem þarf að fara fram á landamærunum. Það eru svona praktískar útfærslur sem ég myndi hafa áhyggjur og þyrfti að skoða aðeins betur og undirbúa mjög vel áður en farið er af stað,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að það væri skynsamleg nálgun að taka vottorð um veikindi og bólusetningu gild. „Það er það sem við stefnum að en á hvaða tímapunkti er rétt að opna meira eða minna, menn geta haft endalausar skoðanir á því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Litakóðunarkerfið mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Nóg verður að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun á landamærunum hér. Fái fólk neikvætt úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að hópur á vegum stjórnvalda væri nú að vinna að framtíðarfyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí, meðal annars með tilliti til þess hvernig framkvæmdin verður. Engu að síður ætlar Þórólfur að skila tillögum sínum að fyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí burtséð frá litakóðunarkerfinu. „Hvað mig varðar sem sóttvarnalækni þá ber mér samkvæmt lögum eftir sem áður að koma með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag á landamærunum frá 1. Maí, eins og ég hef gert fram að þessu. Ég hef sagt það hvað mig áhrærir þá finnst mér ekki tímabært að tjá mig um það núna, það verður að fara eftir því hvernig staðan verður þegar nær dregur. Þannig að ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi eða mínum skoðunum eða tillögum hvað það varðar. En ég hef ekkert við það að athuga að stjórnvöld séu að marka sér stefnu í þessu, mér finnst það bara mjög eðlilegt,“ sagði Þórólfur. Þá viðraði hann einnig nokkrar áhyggjur af þeirri ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að opna ytri landamæri Schengen, það er að afnema bann við tilefnislausum ferðum hingað til lands frá löndum utan Schengen að því gefnu að fólk geti framvísað bóluefnavottorði eða vottorði um að vera með mótefni gegn Covid-19. Þórólfur tók fram að hann hefði ekki komið að þessari ákvörðun ráðherrans en reglugerðin varðandi þetta hefur ekki tekið gildi. „Ég segi nokkuð hreinskilið að ég get séð ýmsa hluti sem ég hef áhyggjur af þar. Í fyrsta lagi ef það yrði mjög mikil ásókn í að koma að við myndum hreinlega ekki anna þessari vinnu sem þarf að fara fram á landamærunum. Það eru svona praktískar útfærslur sem ég myndi hafa áhyggjur og þyrfti að skoða aðeins betur og undirbúa mjög vel áður en farið er af stað,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að það væri skynsamleg nálgun að taka vottorð um veikindi og bólusetningu gild. „Það er það sem við stefnum að en á hvaða tímapunkti er rétt að opna meira eða minna, menn geta haft endalausar skoðanir á því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira