Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 10:28 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sjást hér kynna aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. Þetta kom fram í máli Katrínar og Bjarna í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð eftir alþingskosningar 2017. Bjarni bar samstarfi síðustu tæpra fjögurra ára vel söguna í Bítinu. „Ég held að allir flokkarnir sem standa að þessari ríkisstjórn muni vera mjög stoltir af þessu kjörtímabili. Stjórnmál eiga ekkert að vera auðveld og eru í eðli sínu vettvangur átaka og skoðanaskipta, þannig að ég held að það gæti verið einhver daufasta ríkisstjórn allra tíma ef allir væru sammála um alla hluti. Ég meina, við tökumst á í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Bjarni. Innt eftir því hvort þau gætu hugsað sér að halda áfram samstarfi næstu fjögur árin voru viðbrögðin jákvæð. „Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað,“ sagði Bjarni. Næsti prófsteinn yrðu alþingiskosningarnar og hvernig ríkisstjórnarflokkarnir komi undan þeim. Katrín tók í sama streng. „Það er ekkert útilokað í þessu, það er bara þannig,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur mælist nú stærstur flokka á Alþingi með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru 12. mars. Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Katrínar og Bjarna í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð eftir alþingskosningar 2017. Bjarni bar samstarfi síðustu tæpra fjögurra ára vel söguna í Bítinu. „Ég held að allir flokkarnir sem standa að þessari ríkisstjórn muni vera mjög stoltir af þessu kjörtímabili. Stjórnmál eiga ekkert að vera auðveld og eru í eðli sínu vettvangur átaka og skoðanaskipta, þannig að ég held að það gæti verið einhver daufasta ríkisstjórn allra tíma ef allir væru sammála um alla hluti. Ég meina, við tökumst á í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Bjarni. Innt eftir því hvort þau gætu hugsað sér að halda áfram samstarfi næstu fjögur árin voru viðbrögðin jákvæð. „Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað,“ sagði Bjarni. Næsti prófsteinn yrðu alþingiskosningarnar og hvernig ríkisstjórnarflokkarnir komi undan þeim. Katrín tók í sama streng. „Það er ekkert útilokað í þessu, það er bara þannig,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur mælist nú stærstur flokka á Alþingi með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru 12. mars.
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59
Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41