Innlent

Eldur kom upp á gistiheimili

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það tók höfuðborgarsvæðið ekki langan tíma að slökkva.
Það tók höfuðborgarsvæðið ekki langan tíma að slökkva. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að gistiheimili í Skipholti klukkan fjögur í nótt vegna elds.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hafði einhver verið að bræða kertavax í potti og það farið úr böndunum, eins og hann kemst að orði.

Ekki kom mikill eldur heldur aðallega mikið sót. Slökkviliðið sendi allar stöðvar á staðinn en þeir slökkviliðsmenn sem mættu á staðinn afturkölluðu hinar stöðvarnar þegar í ljós kom að ekki var um mikinn eld að ræða.

Það tók þá aðeins nokkrar mínútur að slökkva og þá segir varðstjóri að þeir sem voru á staðnum hafi líka gert allt rétt; þeir hafi komið sér út og lokað öllu svo eldurinn náði engri útbreiðslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×