Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2021 06:32 B-2 Spirit-sprengjuþota að leggja upp í flug frá Lajes-herflugvellinum á Azoreyjum í fyrradag. U.S. Air Force/Heather Salazar Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. „Sprengjuþoturnar flugu í löngu samflugi um norðurslóðir, mættust undan ströndum Íslands um nóttina til að betrumbæta þá hæfni í næturflugi sem nauðsynleg er til að starfa í þessu umhverfi,“ segir á fréttasíðu bandaríska flughersins. B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum í Þrændalögum í Noregi.Norski flugherinn „Verkefnið er mikilvægt til að viðhalda sterkri stöðu okkar á heimsvísu,“ er haft eftir Steven L. Basham aðstoðarherforingja í tilkynningu hersins. „Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að veita flugmönnum okkar tækifæri til að þjálfa í einstöku umhverfi." B-2 þoturnar voru fyrr um daginn sendar til hinna portúgölsku Azoreyja sunnar í Atlantshafi þar sem tekið var eldsneyti og skipt um áhafnir áður en haldið var í loftið á ný. Þrjár B-2 Spirit torséðar sprengjuþotur lentu á Azoreyjum í fyrradag.U.S. Air Force/Heather Salazar B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum norðvestan Þrándheims í Noregi þar sem þær hafa verið við æfingar undanfarinn mánuð. „Að staðsetja sprengjuflugvélarnar í Noregi og fljúga þeim á öðrum svæðum á norðurslóðum sýnir ásetning flughersins um virkt eftirlit þar og sendir bæði bandamönnum og hugsanlegum andstæðingum eins og Rússlandi skilaboð um að svæðið sé í forgangi,“ segir í frétt flughersins. Mikla athygli vakti sumarið 2019 þegar hin torséða B-2 sprengjuþota lenti á Keflavíkurflugvelli til að æfa eldsneytistöku með hreyfla í gangi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu hennar: Myndband bandaríska flughersins frá komu B-2 til Azoreyja í fyrradag má sjá hér. Þaðan flugu þoturnar áleiðis til Íslands: Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að báðar tegundirnar væru hljóðfráar. Hið rétta er að B-1 er hljóðfrá en ekki hin torséða B-2. NATO Varnarmál Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Portúgal Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Sprengjuþoturnar flugu í löngu samflugi um norðurslóðir, mættust undan ströndum Íslands um nóttina til að betrumbæta þá hæfni í næturflugi sem nauðsynleg er til að starfa í þessu umhverfi,“ segir á fréttasíðu bandaríska flughersins. B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum í Þrændalögum í Noregi.Norski flugherinn „Verkefnið er mikilvægt til að viðhalda sterkri stöðu okkar á heimsvísu,“ er haft eftir Steven L. Basham aðstoðarherforingja í tilkynningu hersins. „Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að veita flugmönnum okkar tækifæri til að þjálfa í einstöku umhverfi." B-2 þoturnar voru fyrr um daginn sendar til hinna portúgölsku Azoreyja sunnar í Atlantshafi þar sem tekið var eldsneyti og skipt um áhafnir áður en haldið var í loftið á ný. Þrjár B-2 Spirit torséðar sprengjuþotur lentu á Azoreyjum í fyrradag.U.S. Air Force/Heather Salazar B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum norðvestan Þrándheims í Noregi þar sem þær hafa verið við æfingar undanfarinn mánuð. „Að staðsetja sprengjuflugvélarnar í Noregi og fljúga þeim á öðrum svæðum á norðurslóðum sýnir ásetning flughersins um virkt eftirlit þar og sendir bæði bandamönnum og hugsanlegum andstæðingum eins og Rússlandi skilaboð um að svæðið sé í forgangi,“ segir í frétt flughersins. Mikla athygli vakti sumarið 2019 þegar hin torséða B-2 sprengjuþota lenti á Keflavíkurflugvelli til að æfa eldsneytistöku með hreyfla í gangi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu hennar: Myndband bandaríska flughersins frá komu B-2 til Azoreyja í fyrradag má sjá hér. Þaðan flugu þoturnar áleiðis til Íslands: Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að báðar tegundirnar væru hljóðfráar. Hið rétta er að B-1 er hljóðfrá en ekki hin torséða B-2.
NATO Varnarmál Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Portúgal Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45