Wenger vill taka upp handboltaleiðina í heimsfótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 17:45 Arsene Wenger og heimsmeistarabikarinn sem Frakkinn vill að verði spilað um á tveggja ára fresti. EPA-EFE/Valeriano di Domenico Einn færasti knattspyrnustjórinn á síðustu áratugum vill fjölga heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum á líftíma hvers fótboltamanns. Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár og nú yfirmaður þróunardeildar FIFA, hefur róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta fótboltadagatalinu og heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Wenger hefur áður rætt um breytingar á fótboltanum en þær hafa meðal snúið að útfærslu á rangstöðureglunni. Nú vill hann hins vegar stokka upp dagatalið og nota heimsmeistaramótið í Katar sem tækifæri til að breyta til. Wenger vill meðal annars færa keppnistímabilið til þannig að það fari allt fram á sama árinu. Hann talar um góða reynslu sína frá Japan þar sem tímabilið er frá mars til nóvember. Arsène Wenger has called for the world football calendar to be revamped, with domestic seasons running from March to November and the World Cup taking place every two years | @hirstclass https://t.co/2Q1iVUk39k— Times Sport (@TimesSport) March 17, 2021 „Þetta er minn draumur sem er kannski ekki draumur margra annarra. Ég hef það með mér að hafa unnið í Japan. Við spiluðum þar frá mars til nóvember og það var fullkomið. Þá myndi enginn vinna titilinn 2018-19. Nei meistaratitilinn myndi vinnast 2018, 2019 eða 2020. Ég tel líka að við þurfum að stokka upp allt dagatalið,“ sagði Arsene Wenger. „Það er gott tækifæri til að raða öllu upp á nýtt nú þegar næsta heimsmeistarakeppni fer fram í nóvember. Til að koma öllu í betra jafnvægi þá þarf einhver að gefa eftir, Evrópa eða restin af heiminum. Það myndi gera hlutina einfaldari og við skulum ekki gleyma því að sumarfríin koma frá þeim tíma þegar leikmenn voru ekki atvinnumenn,“ sagði Wenger. Handboltamenn hafa lengi kvartað mikið yfir álaginu sem fylgir því að hafa stórmót á hverju ári en þar eru HM og EM á tveggja ára fresti. HM og EM í fótbolta hafa alla tíð verið á fjögurra ára fresti en Wenger vill breyta því. Arsene Wenger has announced a potential radical shake-up of international tournaments saying that the World Cup & European Championship should be played every 2 years instead of 4 pic.twitter.com/ux5xduKmmG— Football Daily (@footballdaily) March 16, 2021 „Þegar við skoðum liðin á HM þá er meðalaldur þeirra á bilinu 27 til 28 ára. Vegna þessa, þar sem HM fer bara fram á fjögurra ára fresti, þá eru fá tækifæri fyrir leikmenn að vinna annan heimsmeistaratitil því þegar þeir koma á næsta HM þá eru þessir leikmenn orðnir 32 eða 33 ára gamlir,“ sagði Wenger. „Þess vegna ættum við kannski að hafa HM á tveggja ára fresti og EM á tveggja ára fresti líka á móti. Svo ættum við að henda öllum öðrum mótum út,“ sagði Wenger. Það er spurning hvort einhver handboltamaður ætti að hringja í hann og segja honum af sinni reynslu af því að keppa á stórmóti á hverju ári. Wenger er hins vegar áhrifamikill hjá FIFA í sinni stöðu og það verður því fróðlegt hvort honum takist að tala fyrir einhverjum af fyrrnefndum breytingum. HM 2022 í Katar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár og nú yfirmaður þróunardeildar FIFA, hefur róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta fótboltadagatalinu og heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Wenger hefur áður rætt um breytingar á fótboltanum en þær hafa meðal snúið að útfærslu á rangstöðureglunni. Nú vill hann hins vegar stokka upp dagatalið og nota heimsmeistaramótið í Katar sem tækifæri til að breyta til. Wenger vill meðal annars færa keppnistímabilið til þannig að það fari allt fram á sama árinu. Hann talar um góða reynslu sína frá Japan þar sem tímabilið er frá mars til nóvember. Arsène Wenger has called for the world football calendar to be revamped, with domestic seasons running from March to November and the World Cup taking place every two years | @hirstclass https://t.co/2Q1iVUk39k— Times Sport (@TimesSport) March 17, 2021 „Þetta er minn draumur sem er kannski ekki draumur margra annarra. Ég hef það með mér að hafa unnið í Japan. Við spiluðum þar frá mars til nóvember og það var fullkomið. Þá myndi enginn vinna titilinn 2018-19. Nei meistaratitilinn myndi vinnast 2018, 2019 eða 2020. Ég tel líka að við þurfum að stokka upp allt dagatalið,“ sagði Arsene Wenger. „Það er gott tækifæri til að raða öllu upp á nýtt nú þegar næsta heimsmeistarakeppni fer fram í nóvember. Til að koma öllu í betra jafnvægi þá þarf einhver að gefa eftir, Evrópa eða restin af heiminum. Það myndi gera hlutina einfaldari og við skulum ekki gleyma því að sumarfríin koma frá þeim tíma þegar leikmenn voru ekki atvinnumenn,“ sagði Wenger. Handboltamenn hafa lengi kvartað mikið yfir álaginu sem fylgir því að hafa stórmót á hverju ári en þar eru HM og EM á tveggja ára fresti. HM og EM í fótbolta hafa alla tíð verið á fjögurra ára fresti en Wenger vill breyta því. Arsene Wenger has announced a potential radical shake-up of international tournaments saying that the World Cup & European Championship should be played every 2 years instead of 4 pic.twitter.com/ux5xduKmmG— Football Daily (@footballdaily) March 16, 2021 „Þegar við skoðum liðin á HM þá er meðalaldur þeirra á bilinu 27 til 28 ára. Vegna þessa, þar sem HM fer bara fram á fjögurra ára fresti, þá eru fá tækifæri fyrir leikmenn að vinna annan heimsmeistaratitil því þegar þeir koma á næsta HM þá eru þessir leikmenn orðnir 32 eða 33 ára gamlir,“ sagði Wenger. „Þess vegna ættum við kannski að hafa HM á tveggja ára fresti og EM á tveggja ára fresti líka á móti. Svo ættum við að henda öllum öðrum mótum út,“ sagði Wenger. Það er spurning hvort einhver handboltamaður ætti að hringja í hann og segja honum af sinni reynslu af því að keppa á stórmóti á hverju ári. Wenger er hins vegar áhrifamikill hjá FIFA í sinni stöðu og það verður því fróðlegt hvort honum takist að tala fyrir einhverjum af fyrrnefndum breytingum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira