Innlent

Bíða eftir niðurstöðum úr gögnum sem send voru til útlanda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ummerki eftir skotin á bíl borgarstjóra.
Ummerki eftir skotin á bíl borgarstjóra. Vísir/Sigurjónó

Rannsókn héraðssaksóknara á skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, er ólokið. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísis að meðal annars sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknargögnum sem þurfti að senda til greiningar í útlöndum.

Kolbrún vill ekki tjá sig um það hvaða gögn voru sem senda þurfti út og segir erfitt að segja hvenær niðurstöðurnar munu liggja fyrir.

„Við getum lítið stýrt því hvað svona hlutir taka langan tíma erlendis. Þetta tekur alltaf svolítinn tíma þegar maður er að senda svona út,“ segir Kolbrún.

Þá sé allt óbreytt varðandi það að einn maður sé grunaður í málinu en grunur leikur á að hann hafi einnig skotið á húsnæði Samfylkingarinnar.

Aðspurð segist Kolbrún ekki geta greint frá því hvort upptökur séu til af því þegar skotið var á bíl borgarstjóra.

„Þetta er bara í sínum farvegi og við vonum bara að þetta gangi eins hratt og hægt er,“ segir Kolbrún.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×