Fyrsti ráðherra Bandaríkjanna af frumbyggjaættum Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 09:33 Deb Haaland, nýr innanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jim Watson Bandarískir öldungadeildarþingmenn staðfestu í gærkvöldi tilnefningu þingkonunnar Deb Haaland í embætti innanríkisráðherra. Þar með varð hún fyrsti fumbygginn sem verður ráðherra í sögu Bandaríkjanna. Hún er þá einnig auðvitað fyrsti frumbygginn til að stýra ráðuneytinu, sem heldur meðal annars utan um 574 landskika í eigu frumbyggja. Ráðuneytið var þar að auki á árum áður í forsvari þess að reka frumbyggja Bandaríkjanna á þar til gerð verndarsvæði svo hægt væri að nema land þeirra, samkvæmt frétt Politico. Haaland tilheyrir Laguna Pueblo þjóðinni frá Nýju Mexíkó. Thank you to the U.S. Senate for your confirmation vote today. As Secretary of @Interior, I look forward to collaborating with all of you. I am ready to serve. #BeFierce— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 15, 2021 Atkvæðagreiðslan fór 51-40 en fjórir þingmen Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata og veittu Haaland atkvæði sitt. Heilt yfir voru Repúblikanar þó mjög andvígir tilnefningu hennar, vegna andstöðu hennar við að gefa leyfi fyrir olíu og gasvinnslu á landi í alríkiseigu. Þeir hafa lýst henni sem rótækri, vegna ákalla hennar eftir því að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis og gripið til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þá segja þeir innanríkisráðherra eiga að ýta undir olíu- og gasvinnslu og vegna andstöðu hennar ætti hún ekki að leiða ráðuneytið, samkvæmt frétt Washington Post. Haaland dró þó úr afstöðu sinni og sagði að sem innanríkisráðherra yrði afstaða hennar gagnvart vinnslu jarðefnaeldsneyta önnur en afstaða hennar sem þingmaður. Í embætti ráðherra væri það starf hennar að framfylgja stefnumálum Joes Biden, forseta. Hann hefur sagst vilja leyfa einhverja vinnslu olíu og gass á landi í alríkiseigu en í senn draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. My life experiences give me hope for the future. If an Indigenous woman from humble beginnings can be confirmed as Secretary of the @Interior, our country and its promise still holds true for everyone.— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 4, 2021 Haaland sagði einnig að hún myndi leggja áherslu á að bæta land sem hefði orðið fyrir skaða vegna námuvinnslu og annars iðnaðar. Þá vill hún beita sér til að draga úr morðum á bandarískum konum af frumbyggjaættum. Hlutfall þeirra kvenna sem eru myrtar eða týnast er um tíu sinnum hærra en heilt yfir Bandaríkin og þær eru sömuleiðis mun líklegri til að verða fórnarlömb mansals og kynlífsþrælkunar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Hún er þá einnig auðvitað fyrsti frumbygginn til að stýra ráðuneytinu, sem heldur meðal annars utan um 574 landskika í eigu frumbyggja. Ráðuneytið var þar að auki á árum áður í forsvari þess að reka frumbyggja Bandaríkjanna á þar til gerð verndarsvæði svo hægt væri að nema land þeirra, samkvæmt frétt Politico. Haaland tilheyrir Laguna Pueblo þjóðinni frá Nýju Mexíkó. Thank you to the U.S. Senate for your confirmation vote today. As Secretary of @Interior, I look forward to collaborating with all of you. I am ready to serve. #BeFierce— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 15, 2021 Atkvæðagreiðslan fór 51-40 en fjórir þingmen Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata og veittu Haaland atkvæði sitt. Heilt yfir voru Repúblikanar þó mjög andvígir tilnefningu hennar, vegna andstöðu hennar við að gefa leyfi fyrir olíu og gasvinnslu á landi í alríkiseigu. Þeir hafa lýst henni sem rótækri, vegna ákalla hennar eftir því að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis og gripið til aðgerða til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þá segja þeir innanríkisráðherra eiga að ýta undir olíu- og gasvinnslu og vegna andstöðu hennar ætti hún ekki að leiða ráðuneytið, samkvæmt frétt Washington Post. Haaland dró þó úr afstöðu sinni og sagði að sem innanríkisráðherra yrði afstaða hennar gagnvart vinnslu jarðefnaeldsneyta önnur en afstaða hennar sem þingmaður. Í embætti ráðherra væri það starf hennar að framfylgja stefnumálum Joes Biden, forseta. Hann hefur sagst vilja leyfa einhverja vinnslu olíu og gass á landi í alríkiseigu en í senn draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. My life experiences give me hope for the future. If an Indigenous woman from humble beginnings can be confirmed as Secretary of the @Interior, our country and its promise still holds true for everyone.— Deb Haaland (@DebHaalandNM) March 4, 2021 Haaland sagði einnig að hún myndi leggja áherslu á að bæta land sem hefði orðið fyrir skaða vegna námuvinnslu og annars iðnaðar. Þá vill hún beita sér til að draga úr morðum á bandarískum konum af frumbyggjaættum. Hlutfall þeirra kvenna sem eru myrtar eða týnast er um tíu sinnum hærra en heilt yfir Bandaríkin og þær eru sömuleiðis mun líklegri til að verða fórnarlömb mansals og kynlífsþrælkunar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira