Lífið

Bond-leikarinn Yaphet Kotto er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Yaphet Kotto (fyrir miðju) í hlutverki Dr Kananga í myndinni Live and Let Die. Roger Moore fór með hlutverk James Bond í myndinni.
Yaphet Kotto (fyrir miðju) í hlutverki Dr Kananga í myndinni Live and Let Die. Roger Moore fór með hlutverk James Bond í myndinni. Getty

Bandaríski leikarinn Yaphet Kotto, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Alien og Bond-myndinni Live and Let Die, er látinn. Hann varð 81 árs gamall.

Variety segir frá þessu, en það var eiginkona Kotto til 24 ára, Tessie Sinahon, sem greindi frá andlátinu í gærkvöldi.

Kotto fór með hlutverk Dr. Kananga, einræðisherra Karíbahafsríkis og eiturflyfjabaróns, í Bond-myndinni Live and Let Die frá árinu 1973 sem skartaði Roger Moore í hlutverki James Bond.

Á ferli sínum fór Kotto einnig með hlutverk tæknimannsins Dennis Parker í myndinni Alien frá árinu 1979 og hlutverk William Laughlin í Arnold Schwarzenegger-myndinni The Running Man.

Í sjónvarpi kom hann meðal annars fram í þáttunum Homicide: Life on the Street þar sem hann fór með hlutverk Al Giardello á árunum 1993 til 1999.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×