Lífið

„Þurfið ekki að senda mér fleiri samúðarkveðjur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
sgshgrh

Crossfit-stjarnan Edda Falak og Brynjólfur Löve hafa ákveðið að fara í sitthvora áttina en þau voru par í nokkra mánuði.

Binni Löve er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins og Edda Falak þykir ein allra öflugasta Crossfit-stjarna landsins og hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum undanfarið.

Edda Falak opnar sig um sambandsslitin á Instagram eftir að fréttir af sambandsslitunum fóru að birtast um helgina.

„Þið þurfið ekki að senda mér fleiri samúðarkveðjur. Ég skil vel að þetta fylgir því að vera opinber persóna en það er nú soldið síðan ég batt enda á samband mitt við Binna, sem stóð yfir í þrjá mánuði. Takk fyrir áhugann og takk fyrir að spyrja. Engar áhyggjur af mér að hafa elsku vinir.“ Fréttablaðið greinir frá en Edda tjáði sig um málin í stories á Instagram. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.