Lífið

Daði ná­lægt efstu þremur sam­kvæmt veð­bönkum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí. Miðað við spár veðbanka er líklegt að sveitin endurtaki svo leikinn á úrslitakvöldinu 22. maí.
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí. Miðað við spár veðbanka er líklegt að sveitin endurtaki svo leikinn á úrslitakvöldinu 22. maí. Baldur Kristjánsson

Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár.

Lagið var frumflutt í gær, en vefsíðan Eurovisionworld, sem heldur utan um sigurlíkur allra landa í keppninni, gefur Daða og Gagnamagninu sjö prósent vinningslíkur eins og sakir standa. Aðeins lögin frá Sviss og Búlgaríu eru talin líklegri til sigurs, með átján og níu prósenta sigurlíkur.

Ásamt Íslandi eru þá framlög Frakklands og Svíþjóðar næst á eftir með sjö prósenta sigurlíkur. Ísland sat lengi vel á toppi listans en eftir að svissneska lagið, Tout l‘univers með Gjon‘s Tears, kom út hefur það vermt toppinn.

Útreikningar Eurovisionworld byggja á þeim stuðlum sem veðbankar hafa sett á sigur Íslands í keppninni. Flestir þeirra hafa sett stuðul á bilinu átta til tíu á að Ísland standi uppi sem sigurvegari. Stuðlarnir á svissneska framlaginu eru heldur lægri, eða á bilinu þrír til fjórir.

Hér að neðan má sjá framlag Sviss í keppninni í ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.