Fótbolti

Mark Berg­lindar dugði skammt en mikil­vægur sigur Brescia

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berglind Björg í leik með franska liðinu.
Berglind Björg í leik með franska liðinu. heimasíða Le Havre

Berglind Björg Þorvaldsdóttir var á skotskónum fyrir lið sitt Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Berglind Björg skoraði eina mark Le havre í 4-1 tapi gegn Montpellier á heimavelli.

Íslenski framherjinn minnkaði muninn í 2-1 á 65. mínútu en Le Havre hefur tapað þrettán af sextán leikjum sínum.

Liðið er á botni deildarinnar með fimm stig, fimm stigum frá öruggu sæti.

Berglind spilaði allan leikinn. Sömu sögu má segja af þeim Örnu Björk Kristjánsdóttur og Andreu Rán Hauksdóttur sem leika einnig með Le Havre.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg sem vann 3-0 sigur á Hobro í dönsku B-deildinni.

Eftir sigurinn er Silkeborg komið upp í annað sæti deildarinnar.

Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Brescia sem vann 1-0 útisigur á Frosinone í ítölsku B-deildinni.

Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotaður varamaður en Brescia er nú einungis sex stigum frá umspilssæti.

Bjarki Steinn Bjarkason spilaði síðustu sjö mínúturnar er Venezia gerði 1-1 jafntefli við Ascoli.

Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi Venezia sem er í fimmta sætinu með 46 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×